Veðmálið borgað

Fyrir leik okkar við Grindavík í síðustu umferð veðjaði ég við vin minn hann Leif Guðjónsson sem er mikill og eldheitur stuðningsmaður úr Grindavík um að sá sem mundi tapa leiknum mundi láta hárið fjúka. Nú við töpuðum þessum leik og ég varð að standa við mitt.

 Þá byrjar gamanið......CIMG3979_edited-1

 

 

 

 

 

 

 

 

CIMG3980

 

 

 

 

 

 

 

 

 ......og þetta er útkoman

 CIMG3984

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Óli Stefán.......sem fann fyrstu gráu hárin eftir raksturinn 


Úr sumarfríi

jæja ætli það sé ekki kominn tími á að halda áfram að blogga aðeins eftir ágætis sumarfrí. Mál málanna er nátturlega þessi leikur í gær á móti Grindó. Leikurinn var frekar jafn og datt þeirra megin í þetta skiptið eins og hann datt okkar megin í Grindavík í fyrri umferðinni. Eins og það er nú súrt að tapa þá er ég nú samt ánægður að mínir gömlu félagar séu ekki í strögli og sigla lygnan sjó.

Ég lét það út úr mér í gær í viðtali eftir leikinn að leikaraskapur sé að ganga af mér dauðum og hef heldur betur fengið að heyra það úr Grindó í dag fyrir það. Málið er að ég er ekkert að tala um þetta eina atriði þegar að Jobbi fær aukaspyrnuna sem þeir skora úr heldur almennt í sumar. Takefúsa reyndi til að mynda að fiska víti í síðasta leik okkar á móti KR þar sem við snertum hann ekki og dómarinn dæmdi ekki en að hann hafi ekki fengið spjald fyrir þennan óheiðarleika get ég ekki skilið. Jóhannes gaf leikmanni Grindavíkur spjald fyrir leikaraskap fyrr í leiknum og tek ég hatt minn að ofan fyrir því.

Ég hef ekkert út á Jobba sjálfan að setja enda frábær leikmaður sem að ég hugsa að fari út í atvinnumennsku fyrr en seinna en ég stóð 2 metra fyrir framan hann og ég sá það svo greinilega að hann lét sig detta og úr því skora þeir síðan. Jobbi viðurkenndi það svo eftir leik að þetta hafi aldrei verið brot.

Tói Leifs kom með einn nettan fyrir leikinn þar sem hann fór að tala um hvað Ray Jónson væri að gera það gott að halda þetta risa fótbolta mót, æji þarna þetta Rey-cup.

 

Óli Stefán......sem er búinn að snoða sig

 


Falin myndavél

Þær geta verið alveg ótrúlega fyndnar þessar földnu myndavélar. Ég held að þessi sé sú allra besta sem ég hef séð.

Erfitt tap

Það var frekar súrt að ganga af velli í gær eftir leiðinda tap gegn sprækum Þrótturum. Við Fjölnismenn höfum nú oft spilað betur og áttum sjálfsagt lítið skilið úr þessum leik en þegar að maður er kominn með aðra hönd á þrjú stigin og innan við 5 mín eftir á maður ekki að sleppa þeim hvað þá öllum stigunum. En það er þetta sem gerir boltann skemmtilegan og í þessu tilfelli leiðinlegan fyrir okkur Fjölnismenn.

Eftir svona tapleik verður lífið eitthvað svo miklu þyngra. Við spjölluðum einmitt um það í upphitun á æfingu áðan að dagurinn eftir leik er bara langt frá því að vera góður eftir tapleik. Furðulegt hvað þessi bolti hefur mikil áhrif á sálarlífið. Reyndar getur maður nú ekkert kvartað því að við höfum í sumar átt fleiri sigurleiki en tapleiki og þannig fleiri góða daga daginn eftir heldur en slæma. Nú er þessi leikur að baki og undirbúningur hafinn fyrir bikarslag við Reykjavíkur Víkinga á fimmtudaginn.

Jákvæðu punktarnir í dag voru þeir að Toi fékk M í Mogganum og er því kominn með eitt m í nafnið og er því kallaður Tomi þangað til það næsta kemur. Geiri er ennþá með þristinn fyrir ofan snagann sinn en þristinn fá þeir menn sem fá 3 í Fréttablaðinu og er Geiri sá leikmaður sem fékk síðast 3. Hann er búinn að vera með hann helvíti lengi því að það er orðið langt síðan við töpuðum síðast. Eftir leikinn í gær krosslagði hann því fingur og beið spenntur eftir einkunnum fyrir leikinn en því miður fyrir hann var lægsta einkunn 5 og því þarf hann að hafa þristinn góða lengur á snaganum.

petur_markan[1]Ég gjörsamlega dýrka einn leikmann í liðinu okkar sem ber það skemmtilega nafn Pétur Georg Markan. Pétur hefur leikið á alls oddi í sumar og skorað bara nokkuð mikið af mörkum. Drengur þessi er að eðlisfari frekar hress og sá sem talar hvað mest í klefanum. Yfirleitt koma skot á hina og þessa leikmenn úr hans átt og oftast erfitt að svara fyrir sig því hann er andskotanum orðheppnari. Ég hef afskaplega gaman að rökræða hina mestu vitleysu við hann því hann hefur ákveðnar skoðanir á öllum hlutum. Skapgerð Péturs er hins vegar mjög dulin. Þegar hann er ósáttur við eitthvað eða þegar honum finnst eitthvað á hans kostnað koma á hann það til að fara bara í þetta líka skapið að ekki er hægt að tala við hann í svona tvær vikur. Mér þótti þetta mjög skrítið fyrst í vetur þegar að þetta gerðist en félagarnir sem þekktu betur til hans sögðu mér ekki að hafa nokkrar áhyggjur af þessu því hann kæmi alltaf til baka 14 dögum síðar sem svo varð raunin. Í dag læt það alveg vera að reyna að svara þessháttar skotum úr hans horni þegar að allt leikur við lyndi hjá honum en læt gamminn geysa þegar að hann er á niðurtúr því þá er hann ekkert að hafa fyrir því að svara fyrir sig. Þegar að kappinn er á þessum túr kalla ég hann Hank

 

 

Óli Stefán.......sem getur ekki skilið hvernig svona saklaust andlit missir sig í tvær vikur.

 


Fóstbræður

Ég var alveg búinn að gleyma hvað þetta voru svakalega fyndnir þættir. Ég var áður búinn að ræða um atriðið um vinalega vinnustaðinn. Kristó kom svo með helvíti fyndið atriði úr þáttunum á bloggi sínu um það þegar að Óli Palli var að suða um að komast á barinn.

Hér er hins vegar eitt af mínum uppáhalds atriðum úr þessum syrpum. Það er eitthvað við þennan botsia þjálfara sem minnir mig nú aðeins á ákveðinn þjálfara ofan af Akranesi

 

 

Óli Stefán......sem var ánægður með pabba hans Geira í 10 bestu í kvöld. Já það er rétt, Ólinn þekkir son Ásgeirs Sigurvins og bara helvíti vel meira að segja


Dómarar

Það er óhætt að segja það að dómarar á Íslandi eigi undir högg að sækja þessa dagana. Það virðist varla líða sú umferð þar sem þeir eru rakkaðir niður og gjörsamlega kennt um töp margra liða. Auðvitað gera þeir mistök blessaðir og stundum að manni finnst óþarflega stór mistök en ég trúi því aldrei að hér á Íslandi sé nokkur þeirra að reyna að dæma á móti örðu liðinu frekar en hinu. Einhvernvegin er fókusað svo á öll mistök sem þeir gera að starf þeirra er alveg fáránlega erfitt. Að mínu mati er Garðar Örn einn besti dómari okkar þó að mér finnist hann oft á tíðum full fljótur að lyfta spjöldum en satt að segja skil ég hann alveg að vera að spá í að hætta að flauta. Tilhvers ætti hann að halda áfram þegar að hann getur ekki einu sinni farið óböggaður niður í bæ að skemmta sér?? Varla er þetta starf það vel borgað að þeir geti ekki séð að laununum. Mér finnst alveg eðlilegt að menn séu ósammála sumum af þessum dómum en það er það sem gerir þennan leik oft svo skemmtilegan þ.e þegar að menn eru heilu kaffitímana að rökræða einstaka dóma. Einnig virðast menn oft á tíðum sjá atvikin í öðru ljósi eftir því í hvoru liðinu maður er? Ég sá t.d á spjalli þeirra KRinga eftir leik þeirra í gær að margir þeirra fara svo langt að kenna dómaranum um tapið, hann hafi einn og sér séð til þess að KR fékk ekkert útúr viðureign. Eftir leik þeirra við Skagamenn um daginn sáu sömu aðilar ekki neitt athugavert við dómgæslu í þeim leik á meðan Skagamenn þóttu hart að sér vegið. Ég hef oft á tíðum ekki verið barnanna bestur í garð þeirra á meðan leik stendur og oftar en ekki verið að væla yfir hinum og þessum dómum en ég hef alltaf borið virðingu fyrir þeim og aldrei sakað þá um óheiðarleika og mun aldrei gera því þessir snillingar eru missgóðir eins og við leikmenn og það mun alltaf vera þannig.

 

Óli Stefán.....sem fær örugglega rautt í næsta leik og fer að tala um spillingu dómara 


Einkunnargjafir

Eftir leiki er oft rætt um þessar blessuðu einkunnargjafir í blöðunum og sitt sýnist hverjum í þeim málum eins og gefur að skilja. Tómas Leifsson er snillingur mikill og ræðir venjulega manna mest um þessi mál en hann er rétt að jafna sig eftir að hafa fengið 3 í fréttablaðinu fyrr í sumar. Nú hefur hann beint spjótum sínum að mogganum því hann er engan veginn sáttur við það að hafa ekki fengið eins og eitt M eftir leikinn á móti HK. Honum var nóg boðið og tilkynnti það á æfingu daginn eftir að til að mótmæla þessari vitleysu þá ætlar hann að taka m-in úr nafninu sínu og heitir því Tóas og kallaður Toi í dag.

 

 

Óli Stefán......sem tapaði í fyrsta skipti á ferlinum í skallatennis á síðustu æfingu 


Vinalegi vinnustaðurinn (búningsklefi Fjölnis)

 Þegar að við spiluðum við Keflavík um daginn fórum við í rútu suður sem var með sjónvarpi og öllum græjum. Í DVD spilaranum var eldgamall Fóstbræðraþáttur sem við horfðum á á leiðinni. Eitt af atriðum þáttarins hefur gjörsamlega slegið í gegn hjá okkur en það var atriðið um vinalega vinnustaðinn. Við höfum nú í dag tekið upp boðskap atriðisins og nú knúsum við hvorn annan ef að það er álag á mönnum og á síðustu æfingu kom t.d Kristó með fullan kassa af appelsínum og gaf okkur. Þetta léttir á mönnum og Eyþór hafði það á orði að hann sé allt annar maður í dag eftir að hafa fengið miða frá Óla Palla þar sem hann sagði honum að honum þætti vænt um hann. 

 

Óli Stefán...... sem tók sig til og gaf Kristó stórt knús eftir að hann hafði spilað á 102 höggum í golfi á dögunum 


Farið að hitna undir Ása??

Allavega sá meistaraflokksráðið um æfingu á föstudag og tókst það snilldarlega upp hjá þeim. Við vorum klæddir og tilbúnir á hefðbundna æfingu þegar að Eggert Skúla og félagar í mfl ráði okkar ruddust inn í klefann með látum og ráku okkur inní rútu sem þeir höfðu pantað og þaðan var brunað útí sveit. Þegar að þangað var komið vorum við klæddir upp í hermannagalla og fórum í svokallaðan m16 leik. Skipt var í eldri yngri og auðvitað unnu yngri þennan byssuleik enda flestir þeirra ennþá að leika sér í byssó.

Geiri taldi sig sjá Þorfinn í felum þarna 

Ég tek hatt minn að ofan fyrir þjálfurum og stjórn fyrir þessa uppákomu enda hefur þetta gríðarlega mikið að segja uppá móralinn í liðinu sem er nú í hæstu hæðum. Ég bauð síðan öllu genginu heim í gítarpartý. Eins ótrúlegt og það hljómar þá virðist ekkert vera brotið og ekkert búið að míga uppí rúm í neinu herbergi en það telst til afreka þegar að þessi hópur er annarsvegar. Ætli það hafi haft eitthvað að segja að Dabbi Rú var fjarri góðu gamni???

 

Óli Stefán.....sem var hrikalega ánægður með Spánverja í gær


Fjölnishljómsveit

Við Pétur Markan höfum lengi rætt það að hittast saman og taka lagið strákarnir í liðinu. Nú höfum við ákveðið að stofna hljómsveit. Við erum nú þrír sem glömrum eitthvað á gítar þannig að sú staða ætti að vera lítið vandamál. Pétur spilar síðan á píanó af stakri snilld og getur sungið líka þannig að þá er það afgreitt. Við erum með strák sem fór í 30 manna úrslit í Bandinu hans Bubba og ætti Eyþór því að geta tekið  að sér míkrófóninn. Markmannsþjálfarinn hann Þorsteinn Magnússon er víst ansi fær á bassann og svo er hann með húsnæði fyrir æfingar. Við eigum eftir að finna einhvern sem treystir sér á trommur og þá ættum við að verða nokkur klárir í gigg. Mikilvægasta staðan í bandinu verður þó kúabjallan sem Kristó tekur að sér því það veit hvert mannsbarn að ekki er hægt að stofna hljómsveit án þess að vera með kúabjöllu spilara og erum við því bara heppnir að hafa einn slíkan í liðinu.

Fyrsta æfing er framundan og um leið tekinn fundur. Á þessum fundi verður m.a farið yfir hverslags tónlist við tökum fyrir. Kristján Hauks og Ásgeir Ásgeirs fá ekki að koma nálægt því hvernig tónlist verður spiluð eftir hörmulega frammistöðu á klefamúsík. Einnig verður forvitnilegt hvaða nafn þessi hljómsveit mun bera en ég legg til að við tökum nafnið "Taktu þetta" eða jafnvel "Vesturlíf"

Við erum með fjöldann allan af flottum söngvörum í liðinu og minnsta mál að velja úr eftir því hvaða lög verða spiluð. Tommi Leifs getur séð um öll R&B lögin. Gústi er með þessa fínu bassarödd og sá ég á bloggi Kristós að hann gæti t.d tekið slagarann "Á sjó" Eyþór sér náttúrlega um Enrike Iglesias og Ási þjálfari sssól lögin. 

Það er því engum blöðum um að flétta að hér fer af stað svar okkar Fjölnismanna við Selfossliðinu sem á bara þetta "one hit wonder" (þó ekki Óla Palla) þegar að Ingó sló í gegn með lagið Bahamas.

 

Óli Stefán......sem er að reyna að ná í Einar Bárðar en það er bara alltaf á tali hjá honum. Spurning um að Gunni Valur verði ekki bara umboðsmaður okkar 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband