23.2.2008 | 17:11
Maður er hreinlega ekki að sjá Eduardo spila aftur
Þetta er ógeðslegasta fótbrot sem maður hefur séð. Ég er ekki að sjá Eduardo spila aftur en vá hvað maður vonar að strákurinn jafni sig. Ég á nú ekki von á því að Taylor hafi nú ætlað sér að fara svona með Eduardo en tæklingin er vissulega glæfraleg og verðskuldaði alveg rautt spjald. Meistari Wenger tekur kannski full djúpt í árina en hann hefur sjálfsagt verið tekinn í viðtal strax eftir hrikalega svekkjandi úrslit þar sem við fengum mark á okkur undir loki.
Óli Stefán......sem að er hrikalega óánægður með spilamennskuna í dag hjá Arsenal
![]() |
Wenger: Þessi maður á ekki að spila fótbolta framar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.2.2008 | 00:27
Seasonið byrjaði í kvöld
Nú er tímabilið 2008 eiginlega að byrja því að um helgina byrjar Lengjubikarinn. FH vann í kvöld Kela og félaga í Víking 5-0 og Alli píp skoraði síðan eina mark Víkinga frá Ólafsvík þegar að þeir gerðu jafntefli við Selfoss 1-1. Grindavík hefur leik á morgun á móti Breiðablik í Reykjaneshöllinni og er ég að spá í að rúnta suður og kíkja á þann leik. Við spilum síðan á sunnudag við Þór Ak í Boganum en þetta er þá þriðji sunnudagurinn í röð sem að við spilum af 6. Það má segja að þetta sér bara svona general prufa fyrir sumarið því að það verða bara sunnudags og mánudagsleikir í þá.
Fjölnir náði í Reykjavíkurmótinu sínum besta árangri frá upphafi en samt dapurt að hafa ekki komist í úrslitaleikinn. Reyndar er þessi riðill okkar hálfgerður skrípaleikur því að það er varla spilaður leikur án þess að hann sé kærður og úrslitin verða allt önnur en í leiknum sjálfum. Við Fjölnismenn vorum t.d eina liðið sem sigraði KR af eigin verðleikum því að Leiknir, ÍR og svo núna síðast Valur kærðu sína leiki út af einhverjum smámunum sem eiga ekki að skipta máli í svona upphitunarmóti. KR hefði því átt að vinna þennan riðil okkar.
Síðan að Hjálmar Hallgrímsson hætti að spila með Grindavík á sínum tíma hef ég spilað í búningi númer 7 en núna gæti farið svo að maður þyrfti að finna sér nýtt númer því að fyrir utan það að snillingurinn hann Pétur Markan sé númer 7 þá er öldungurinn Ágúst Gylfa alltaf númer 7 líka. Reyndar hefur Pétur sagt mér það að það sé ekkert kapps mál fyrir hann að vera númer 7 þannig að minni hraðahindrunin er eiginlega að baki en sú stóra framundan. Ég bauð Gústa það að gefa sjöuna ef að hann tattooar hana á sig. Nú er bara að sjá hvað karlinn er tilbúinn að gera til að ná súper sjö-unni. Ég er nú samt með sjöuna tattooaða á mig og á afmæli 7.des og á strák sem er fæddur 7.7.05. Ég er einnig búinn að fá 7 í tveimur síðustu prófum og það sem meira er þá er ég búinn að missa akkúrat 7 kg síðan um áramót. Ég er samt ekkert með töluna 7 á heilanum hehe
Óli Stefán......sem að er agndofa eftir að hafa séð No contry for old man. Þvílíkt meistarastykki Coen bræðra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 23. febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1211
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar