Bíómenning á Íslandi

Ég hef alla tíð verið mikill áhugamaður um kvikmyndir og þess vegna farið reglulega í kvikmyndahús borgarinnar. Þegar að ég fékk bílpróf seint á síðustu öld gerði maður sér ferðir á öllum tímum í bæinn alla leið úr Grindavík til þess að komast í bíó. Þá voru sýningar á oddatímum þ.e 17-19-21 og 23 á kvöldin. Oftar en ekki fórum við á síðustu sýningar kvöldsins sem voru kannski búnar um eitt þannig að heim var komið um 2-3 um nótt. Þetta þótti ekki mikið mál og maður lagði þetta á sig því áhuginn var þetta mikill um kvikmyndir.

Í dag er finnst mér verið að drepa þessa menningu niður. Í fyrsta lagi er verðið bara rugl því miðinn kostar litlar 950kr. Í öðru lagi þá er óþolandi að borga þetta verð fyrir endalausar auglýsingar. Ég er ekki að meina auglýsingar úr öðrum myndum heldur er verið að auglýsa dömubindi og þessháttar kjaftæði. Síðast en alls ekki síst eru þessi hlé á myndunum óþolandi. Reyndar hafa þau alltaf verið en mér finnst þau alltaf verið að lengjast og þá gagngert til að troða á okkur fleiri auglýsingum.

Ég hef eins og áður sagði farið í bíó síðan ég var pjakkur og ef ég ætti að reikna hvað ég hef farið með mikinn pening i þessa iðju mína þá gæti ég sett einfalt dæmi upp svona. Ég hef pottþétt farið á 100 sýningar og miðinn hefur hækkað úr 350kr í 950kr þannig að meðaltalið er svona um 650 krónur. 650x100 eru 65þús kr. Í þessu einfalda dæmi er ekki reiknað poppið og kókið sem að örugglega skiptir tugi þúsunda og ekki heldur bensínið á bílinn. 

Ég er samt sem áður ekki hættur að fara í bíó en hef snarminnkað ferðirnar og nú fer ég nánast bara í bíó á þriðjudögum og borga með spron korti og fæ því miðann á 2 fyrir 1 

 

Óli Stefán......sem að man það langt til baka að hafa farið á Rocky 4 í bíó 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óli minn ég verð að fá að gleðja þig með smá fróðleik en þú ert bara búinn að eyða 65 þús í þessar bíóferðir þínar en ekki 650 þús eins og fram kemur í færslunni.

 Því síðast þegar að ég gáði þá var 650 x 100 = 65.000

Þarna græddirðu því rúma hálfa milljón á einu augnabliki, ekki slæmt dagsverk það ;) 

Daníel Tryggvi (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Óli Stefán Flóventsson

Lol já rétt er það hahahaha en 650 þús er samt nærri lagi því að ég er búinn að fara mun oftar en 100 sinnum og oftar en ekki borgað fyrir tvo hehe. En takk fyrir þessa leiðréttingu samt drengur

Óli Stefán Flóventsson, 10.1.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband