10.1.2008 | 16:20
Boltasápuópera
Nú er það staðfest að við Fjölnis menn spilum við ÍBV þann 19.jan. Ég tek því fagnandi því að vinur minn hann Albert Sævarsson er að spila með þeim og hef ég aldrei síðan að Albert fór frá Grindavík á sínum tíma tapað fyrir honum.
Ég er með svolítinn kvíðasting fyrir æfinguna í kvöld því að eftir fótboltann förum við í lyftingarnar. Ekki það að mér kvíði fyrir lyftingunum sjálfum heldur sú staðreynd að mér tókst að skemma prógrammið mitt í annað skipti á viku tíma og þarf því að láta Ása prenta út enn eitt fyrir mig. Ég geymi þetta prógramm sem er á A4 blaði alltaf í vasanum á æfingabuxunum og klikka síðan á því að taka það þaðan fyrir þvottinn en þessi blöð eru víst ekki gerð til að þola þvott á 40 gráðum.
Síðan að ég byrjaði að æfa aftur eftir síðasta tímabil hef ég verið að fá smá verki neðst í magavöðvann hjá mér. Þessi verkur hefur komið og farið en pirrað mig aðeins síðustu viku. Ég ráðfærði mig að sjálfsögðu við Ása þjálfara sem er sjúkraþjálfari líka. Hann benti mér á að kaupa mér nárahitabuxur sem að flestir knattspyrnumenn þekkja svosem. Aldrei hefði ég hins vegar getað giskað á að svona buxur kosta 9200 krónur. Ég meina þær eru ekki úr hvítagulli eða neitt svoleiðis heldur eru þetta bara venjulegar nárabuxur takk fyrir. Ég gæti t.d fengið ágætis gallabuxur á svipuðu verði og þær eru meira en helmingi síðari.
Óli Stefán......sem að lítur björtum augum á þessa skólaönn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nárahitabuxur?
Hættu bara að raka á þér klobbann.
Hrafn (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.