16.1.2008 | 13:46
Margur er knár þótt hann sé smár
Núna í hádeginu hitti ég dreng sem að ég kannast vel við á Nings. Drengur þessi heitir Sigurður og er úr Njarðvík. Við spiluðum mikið á móti hvor öðrum í körfubolta hér áður fyrr þegar að maður gerði garðinn frægan í þeirri snilldar íþróttagrein. Ég man að Siggi var og er nú ekki hár í loftinu en hann var djöflinum betri og ég ,sem fór nú helst áfram í körfunni á góðum varnarleik því lítið gat ég sóknarlega, var einmitt oft látinn honum til höfuðs. Oft voru slagsmálin mikil og rimmurnar okkar á milli harðar. Ég lenti svo á góðu spjalli við hann núna á milli þess sem við hámuðum í okkur núðlurétt númer 68 á seðlinum. Siggi sagði mér að hann hefði ekkert fylgt körfunni eftir vegna erfiðra meiðsla sem hann lenti í en í stað körfunnar fór hann í lóðin og hefur verið í þeim síðan. Í dag er ekki hægt að segja að Siggi sé lítill þó að hann sé nokkurnveginn svipaður að hæð. Drengurinn er heljarmenni að vexti og er einmitt að fara í vaxtarræktar keppni núna um páskana. Hann var að tala um hvað leggja þyrfti á sig til að vera klár í slaginn um páskana en til þess þarf maður að ganga í 12 vikna geðveiki. Matarprógrammið er alveg ákveðið í þessar 12 vikur þannig að það er varla fitugramm á þessum fuglum þegar á svið er komið í þessari keppni. Eftir að Siggi hélt sína leið sat ég eftir í pælingum. Úr þessum pælingum komst ég að því að ég þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af þessum 4 kg sem ég er að berjast við að losna. Ég bara tek þriggja vikna geðveiki á þetta og þá heyra þessi kg sögunni til. Reyndar þarf oft ekki annað en að fara yfir mataræðið og litlar breytingar á því skila fljótum og góðum árangri.
Óli Stefán.....sem gæti hafa misst nokkur grömmin í ælukastinu sem hann tók í gær.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.