Fjölnir-Valur

Það fór þá þannig að við gerðum jafntefli við Val í fyrsta leik okkar í Reykjavíkurmótinu. Við vorum ekkert að spila sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem Valsarar hefðu getað bætt við mörkum en þó áttum við að fá augljósa vítaspyrnu í lok hálfleiksins þegar að boltinn fór augljóslega í hönd varnarmanns þeirra. Garðar Örn einn af okkar betri dómurum flautaði bara til lok hálfleiksins í staðinn og vildi ekkert tjá sig um málið. Í seinni hálfleik buðum við uppá miklu betri bolta og menn að verða sjálfum sér líkir. Við fórum að ógna þeim sem endaði með því að hinn knái kantmaður Tómas Leifsson skoraði þetta líka hörku mark af einhverjum 30 metrum. 

Fjölnir er með ungt og óreynt lið og því ekkert ótrúlegt að sumir af þessum strákum beri óþarflega mikla virðingu fyrir liði eins og Val. Valur er með frábært lið og ekki nema sjö landsliðsmenn sem byrjuðu leikinn í gær. Þegar á leikinn leið þá hvarf virðingin og menn fóru að spila eins og menn. Ef að við mætum til leiks eins og í seinni hálfleik þá getum við strítt hvaða liði sem er á landinu ef ekki þá gæti illa farið.

 

Óli Stefán.......sem er að fara að vinna á herrakvöldi Fjölnis í kvöld 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband