27.1.2008 | 18:10
Enski og íslenska landsliðið í handbolta
Mínir menn fóru frekar þægilega í gegnum 4.umferð í enska bikarnum. Arsenal vann Newcastle 3-0 og voru vel að sigrinum komnir því þeir spiluðu fantabolta í seinni hálfleik. Ég er alveg pottþéttur á því að við fáum United eða Liverpool úti í næstu umferð eins og við höfum verið að fá síðustu ár í 16 liða úrslitum.
Ég eins og flest allir á Íslandi fylgdist með íslenska handboltalandsliðinu í Noregi síðustu viku. Menn eru flesti á því að okkar menn hafi ekki staðið undir væntingum og má svosem vel vera. Ég er ekki mikill handboltaáhugamaður nema þá í þessum stórmótum en ég hef til að mynda aldrei farið á handboltaleik. Ef maður skoðar andstæðinga okkar sem við töpuðum fyrir sem eru Svíþjóð, Frakkland, Þjóðverjar og Spánverjar er þá hægt að búast við einhverju öðru en tapi? Auðvitað detta okkar menn inná toppleiki og vinna þessi lið öðru hvoru en að ætlast til þess að vinna öll þessi lið á einu og sama mótinu er bara öfga bjartsýni. Það á að sleppa því að spenna bogann í botn væntinganna fyrir svona mót því að alltaf þegar að það gerist þá brotlendum við hrikalega.
Óli Stefán....sem að óskar Birni Óskari til hamingju með nýja og glæsilega íbúð sína í Kópavoginum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja það fór þá eins og þú spáðir Óli minn.
Man Utd-Arsenal
Ekki leiðinlegt það! Ég held þú ættir að drífa þig út í apótek að kaupa barnapúður því þú og þínir menn verða rasskelltir.
Róbert (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 13:35
Heyrðu drengur við sjáum hvað gerist en óneitanlega hefði maður viljað í það minnsta heimaleik. Ég er nú samt ekkert endilega viss um að fá rasskellingu eins og flestir United menn virðast halda fram
7-an (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.