5.3.2008 | 19:14
Verðandi meistarar??
Mikið svakalega er gaman að vera Arsenalmaður þegar að þeir spila svona eins og þeir gerðu á móti AC Milan í gær. Hinir mestu knattspyrnu spekingar voru búnir að segja mér að það væri nánast formsatriði fyrir AC að spila þennan leik því að þeir töpuðu bara ekkert á San Siro. Það var nú öðru nær og maður í raun bara svekktur að vinna þennan leik ekki með 4-5 mörkum. Leikurinn í gær var svolítið sérstakur því að það er hægt að segja að þarna hafi framtíðin verðið að spila á móti fortíðinni því að það verður að segjast eins og er að það er alveg að detta tími á nokkra öldunga í AC Milan.
Nú eru nokkrir leikir eftir í ensku deildinni og eigum við meðal annars eftir að spila við United og Chelsea úti og Liverpool heima. Ef að pjakkarnir sína að þeim langi að vinna ensku deildina jafn mikið og evróputitilinn þá held ég að þeim séu allir vegir færir.
Óli Stefán.....sem að er að spá í að láta það bara vera að fara á skíði um páskana eftir að hafa séð fótbrotið hjá skíðastráknum í Noregi um síðustu helgi en ekki var hægt að bjarga fætinum og hann tekinn fyrir ofan ökkla.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður bara að viðurkennast að þið eruð að spila alveg ágætlega þessa dagana, en samt líka mjög gaman að öll toppliðin eiga eftir að mætast innbyrðis og í raun hægt að segja að það lið sem vinnur þá leiki muni standa upp sem sigurvegari.
En í sambandi við þetta fótbrot hjá norska skíðamanninum þá heyrði ég að löppin hefði verið tekin af fyrir neðan hné. Það er samt ekkert annað að gera en að redda grey manninum númerinu hjá Össur og þeir redda honum einhverri undralöpp :)
Daníel Tryggvi (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 09:39
Skemmtilega sagt frá nojaranum hjá þér.....segir að fóturinn hafi verið tekinn fyrir ofan ökkla.....getur hann þá sparkað sjálfan sig í punginn ef ristin er komin svona ofarlega?
Hammerinn (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.