Mikið að gera

Það hefur eiginlega verið óvenjumikið að gera hjá karlinum síðustu vikur. Stundum getur verið erfitt að púsla saman námi vinnu og boltanum og ekkert óeðlilegt að það gangi ekki upp öllum stundum. Þessar síðustu vikur er það skólinn sem að hefur verið látinn sitja á hakanum og er það að koma í bakið á mér núna þar sem að fjöldinn allur af prófum og ritgerðum bíða mín.

Á æfingu í gær rann það upp fyrir mér núna á gamalsaldri að ég hef valið vitlausa stöðu á vellinum þegar að ég var að byrja sem ungur pjakkur. Þannig er mál með vexti að ég hef verið hálf slappur síðustu daga og í gær vantaði markmann á æfingu. Þarna sá ég mér leik á borði því að eins og alheimur veit þá er markmannsstaðan ekkert sú erfiðasta þ.e maður þarf ekki að hlaupa mikið. Ég fór í  rammann og það er engum blöðum um það að flétta að þarna fann ég mig. Á köflum í leiknum varði ég þannig að meira að segja Gunnar Valur sá sig fært um að henda hrósi á mig og það gerist víst ekki á hverjum degi á þeim bænum. Mitt lið tapaði með einu marki og er það eingöngu ótrúlega slöpp nýting á færum sem að varð okkur að falli. Ég held nú samt að þetta hafi verið minn svanasöngur á milli stanganna og skora ég Gunna Val að bjóða sig fram í markið næst þegar að okkur vantar markmann.

Næstu helgi hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu því að það er fyrsta helgarfríið sem að við fáum í tvo mánuði. Nefndin er á fullu að skipuleggja dagskrá á laugardaginn þannig að búast má við miklu fjöri. Nú er um að gera að nota þessa helgi því að næsta helgarfrí verður ekki fyrr en 18.okt.

 

Óli Banks...... sem að óskar Óla Palla og frú til hamingju með litlu prinsessuna sem að kom í heiminn á sunnudaginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jújú, þú varst svo annarlega að standa þig í markinu í gær, aðrar eins Súperman skutlur hafa ekki sést síðan Christopher Reeves var upp á sitt besta.

Stoi (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband