While my guitar gently weeps

Eftir pínu hlé vegna anna þá hef ég nú gripið í gítarinn og farinn að glamra á fullu. Alltaf þegar að maður fer að spila þá fær maður einhvern tónlistamann á heilann og fer að spila lög eftir þann aðila. Síðast var ég með James Blunt á heilanum og þar á undan meistara Johnny Cash. Núna er ég algjörlega að elska George Harrison gítarleikara Bítlanna. Þannig var að ég var í heimsókn hjá foreldrum mínum í vikunni og fór að horfa á minningartónleika um þennan fallna höfðingja og þá sá maður betur hvað hann átti mikið af frábærum lögum. Þegar að svo heim var komið fór ég á netið og náði í lögin með gripunum og byrjaði að spila á fullu. Mér fannst ég vera kominn með lagið While my guitar gently weeps uppá 10 þegar að ég fann svo þetta myndband á youtube. Ef maður hefði vott af þessum hæfileikum þá væri nú fyrst gaman að vera til

 

Óli Stefán.......sem að er að hugsa um að skella sér í gítarskóla í haust 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://69.is/openlink.php?id=115223

185985 (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband