13.3.2008 | 18:08
While my guitar gently weeps
Eftir pínu hlé vegna anna þá hef ég nú gripið í gítarinn og farinn að glamra á fullu. Alltaf þegar að maður fer að spila þá fær maður einhvern tónlistamann á heilann og fer að spila lög eftir þann aðila. Síðast var ég með James Blunt á heilanum og þar á undan meistara Johnny Cash. Núna er ég algjörlega að elska George Harrison gítarleikara Bítlanna. Þannig var að ég var í heimsókn hjá foreldrum mínum í vikunni og fór að horfa á minningartónleika um þennan fallna höfðingja og þá sá maður betur hvað hann átti mikið af frábærum lögum. Þegar að svo heim var komið fór ég á netið og náði í lögin með gripunum og byrjaði að spila á fullu. Mér fannst ég vera kominn með lagið While my guitar gently weeps uppá 10 þegar að ég fann svo þetta myndband á youtube. Ef maður hefði vott af þessum hæfileikum þá væri nú fyrst gaman að vera til
Óli Stefán.......sem að er að hugsa um að skella sér í gítarskóla í haust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
http://69.is/openlink.php?id=115223
185985 (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.