16.3.2008 | 18:25
Þvílík helgi
Þessi helgi stóð heldur betur undir væntingum hjá manni. Á föstudag fór ég á afmælistónleika Sálarinnar þar sem færri komust að en vildu. Ég var svo guðs lifandi feginn að hafa miða í sæti því að ekki hefði maður boðið í það að troðast á gólfinu. Sálin rúllaði yfir lagalista síðustu 20 ára og það er í raun ótrúlegt hvað þeir hafa náð mörgum góðum lögum. Hver einasti kjaftur gat sungið með öllum lögum.
Í gær fórum við Fjölnismenn síðan í nokkurnskonar Amasing race keppni þar sem liðinu var skipt upp í 5 lið og þurfti hvert lið síðan að leysa hinar ýmsu þrautir og taka upp á video til sönnunar. Auðvitað tókst lið Dabba Rúnars að vinna enda afbragðs myndband sem að þeir skiluðu inn þar sem að meðal annars Auddi Blö og Sveppi léku stórt hlutverk. Meistari Pétur Markan fór einnig á kostum þegar að hann dansaði kjöltudans við systur hans Geira. Hvert lið var með ákveðna þemu og komu Kristó spes og félagar þar sterkir inn þar sem mikið var lagt í búninga. Um kvöldið bauð Gunnar Valur síðan í partí þar sem hvert lið sýndi sín myndbönd. Úr varð hin mesta skemmtun og eftir var gítarinn tekinn upp þar á milli þess sem að lágu í heljarinnar trúnó.
Óli Stefán......sem að er núna að súpa seyðið af helginni því að heilsan er ekkert spes
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.