6.4.2008 | 12:09
Æfingaferð Fjölnis
Jæja þá er maður kominn aftur á klakann eftir viku æfingaferð til Portúgal. Það er hægt að segja að við höfum verið vægast sagt heppnir með veður því að við vorum í 22-27 stigum allan tímann og við urðum ekki varir við ský á himni nema síðasta daginn þegar að við vorum á heimleið. Menn eins og séra Markan nýttu nánast hverja mínútu sem gafst til að sóla sig á bakkanum.
Við spiluðum tvo leiki. Á mánudeginum spiluðum við KA sem við unnum 2-0 með mörkum Markans og Andra Val. Markmið okkar fyrir þennan leik var að bæta varnarleik liðsins sem að ég held að menn hafi gert með glæsibrag. Hinn 16 ára gamli markmaður Steinar Casanova átti mjög flottan leik þarna og ljóst að Fjölnismenn eru ekki á flæðiskeri staddir hvað þá stöðu varðar.
Á föstudeginum spiluðum við við lærisveina Bjarna Jó í Stjörnunni. Eftir smá vesen í fyrri hálfleik kláruðum við leikinn mjög sannfærandi 4-1 þar sem Tommi "Banks" Leifs kom inn í hálfleik og skorði tvö og lagði upp eitt. Óheppni fyrir hann að allar dömurnar sem komu á leikinn fóru í hálfleik og misstu því af karlinum í banana stuði. Þórður Ingason var einnig frábær í leiknum og gaman að sjá hversu hrikalega góður strákurinn getur verið
Í þessari ferð var tekinn upp svokallað nýliðavígsla í fyrsta skipti í sögu Fjölnis. Við vorum sjö nýliðarnir sem tókum þátt en undirrituðum finnst nú skjóta svolítið skökku við að menn yfir þrítugt þurfi að taka þátt í því. Dabbi var búinn að gera klára fegurðarsamkeppni nýliða Fjölnis þar sem Keflavíkur dömurnar voru dómarar ásamt Þorgrími Þráins fararstjóra. Í þessari keppni þurftu menn að keppast um að sýna á sér innri og ytri fegurð með ýmsum útfærslum. Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin af sjö keppendum en sigurvegari í þessari keppni varð Kristján Hauksson. Veitt voru ýmis aukaverðlaun en aðalaukaverðlaunin hljóta að vera flottustu fótleggirnir þar sem glæsilegur drengur út Grindavík tók. Reyndar spáðu flestir áhorfendur honum sigri en á óskiljanlegan hátt vann hann ekki.
Einelti er nokkuð sem er farið að þekkjast víða í t.d skólum og vinnustöðum og nú er farið að bera þónokkuð á því í mfl Fjölnis. Þannig var nokkuð áberandi í þessari ferð að Óli Stebbi og Tommi Leifs urðu mest fyrir barðinu og áhyggjuefni þegar að framtíðar prestar standa fyrir svona óþokkaskap. Undirritaður var í þessari ferð kallaður hommi, hommatittur, Friðrik Ómar, Svavar Örn, Tískuslys, Járnbrautaslys og margt fleira. Tommi lenti í barðinu á mörgum vegna þess að hann lét út úr sér hvort að Portúgals next top model væri í gangi þegar að Keflavíkur dömurnar gengu framhjá honum. Einnig varð hann skotmark í ræðukeppni sem að við tókum þarna úti. Við Tommi erum sem betur fer með "langt" bak þannig að þetta styrkir okkur bara.
Ég er búinn að raða sjálfur niður nokkrum titlum á menn úr þessari ferð
Undirbeltisstað ferðarinnar Pétur Georg Markan
Frasi ferðarinnar Er það málið?? Ómar Hákonarsson
Skítalykt ferðarinnar herbergi Gunnanna
Strippari ferðarinnar Ágúst Gylfason
Kariokímaður ferðarinnar Davíð Þór Rúnarsson með Great Balls a fire sex sinnum
Besta lið ferðarinnar Lið eldri leikmanna
Þjálfari ferðarinnar Þorfinnur
Óli Stefán.....sem borgaði samtals 30 evrur í sekt en þar af voru 15 evrur sannkallaðir blóðpeningar og ættu sektarstjórarnir að skammast sín fyrir það
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.