8.4.2008 | 16:44
Stórleikir
Nú er það allt eða ekkert í kvöld hjá mínum mönnum á Englandi. Við förum á Anfield sem litla liðið og virðast allir spá Púllurum sigri. Það er nú ekki langt síðan þessi sálmur var sungin síðast en það voru ansi margir sem höfðu á orði að við ættum ekki möguleika á móti sjálfum Evrópumeisturunum á San Siro en viti menn ungu kjúklingarnir stóðust raunina svo um munaði og unnu 0-2.
Ég er ekki oft vælandi yfir því að þurfa að fara á æfingu en í dag græt ég í hljóði því að æfingatíminn er 18.30 eða sá sami og kickoff í stórleik kvöldsins. Það gæti því orðið þannig að þegar maður gengur af æfingu syngjandi glaður eins og eftir flestar æfingar vegna sigurs á æfingunni þá gæti það fljótlega breyst í harmleik eftir útslit leiksins.
Það er ekki bara á Englandi sem að mitt lið er að spila stóra leiki þessa dagana því að mitt lið í körfunni er þessa stundina að kljást við pjakkana úr Stykkishólmi. Við töpuðum fyrsta bardaganum í Grindavík í gær en stríðinu er fjarri því að vera lokið því við munum safna liði og bíta frá okkur á fimmtudaginn þegar að næsti leikur verður. Ég verð að viðurkenna að þó þessi Hlynur fyrirliði þeirra sé alveg hreint magnaður leikmaður þá er ég ekki alveg að fíla þennan hroka í honum í viðtölum.
Óli Stefán.....sem að afber það hugsanlega ekki ef að Liverpool vinnur í kvöld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.