Þannig fór um sjóferð þá

Ég sá seinni hálfleik í kvöld og viðurkenni það fúslega að Liverpool voru alveg að ógna, sérstaklega ef maður miðar við fyrri leikinn. Hins vegar man ég ekkert sérstaklega eftir dauðafæri eða þannig að Almunia þyrfti að taka á því. Arsenal voru alveg að ógna og virtust fyrir mér alveg líklegir að setja kvikyndið samanber færið sem Ade klikkaði á. Torres kláraði sitt færi vel og er að mínu mati einn af þremur bestu framherjum í heimi í dag. Walcott gerði frábærlega í jöfnunarmarkinu og sá maður þarna fram í svakalegar 10 mínútur en ég veit ekki hvort það sé mín hlutdrægni eða smá pirringur útaf vítinu sem við áttum að fá í fyrri leiknum þá fannst mér þetta ekki vera víti. Ef það var brot þá byrjaði það fyrir utan teig en klárlega minni sakir en í fyrri leiknum. Þarna erum við að tala um tveggja marka sveiflu sem í svona keppni er bara of mikið.

Ég tek þessum ósigri eins og maður og óska Liverpool mönnum til hamingju, þið áttuð að vinna þennan leik, örlögin sáu um það í kvöld.

 

Óli Stefán.......sem er nú þegar búinn að fá 5 ógeðis sms frá Liverpool mönnum.  


mbl.is Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Meira að segja þú hefðir ekki heimtað víti á þetta. Áttum að taka þetta.

Eysteinn Þór Kristinsson, 8.4.2008 kl. 22:33

2 identicon

samhryggist þér minn kæri vin ,,  éger hjartanlega samála þér .

Ka Maðurinn (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 09:31

3 identicon

Það er ekki alltaf nóg að berjast, menn verða að geta e-hvað í fótbolta líka.

ÓP (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband