11.4.2008 | 10:22
Dr Saxi
Nú eftir hádegi fer ég ásamt Skúla fúla í ómskoðun niður í Dómus. Skúli er í vandræðum með hnéð eftir að hafa labbað tvær holur í golfi sem er bara of mikið á veikan skrokkinn lagt. Ég hins vegar þarf að ath með magavöðvafestingar en læknarnir vilja meina að ég hafi ofþjálfað magavöðvana fyrir nýliðafegurðarsamkeppnina úti í Portúgal. Versta niðurstaða gæti verið algjör hvíld í tvær og hálfa til þrjár viku en ef það eru bara bólgur þarna þá eru það sprautur og hvíld framyfir helgi. Ég veit satt að segja ekki hvor niðurstaðan sé skárri. Auðvitað er það best að vera sem minnst frá æfingum en það að fá einar fjórar sprautur í magann við lífbeinið er ekki eitthvað sem maður heldur jólin yfir.
Óli Stefán.....sem fékk ekki ósk sína uppfyllta því að Grindavík tapaði öðrum leiknum á móti Snæfell og er nú við ramman reip að draga í þessari viðureign
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða Skúla brandarar eru í gangi hérna, vill svo skemmtilega til að ég heiti Skúli en þú ert bara Skúli, og ekki orð um það meir.
Skúli...... sem finnst Óli Stefán vera óttarlegur Skúli
Skúli (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 10:37
Ég held að hann Hlynur Bærings hafi nú alveg sýnt það í leiknum í gær að hann á alveg inni fyrir öllum svona kommentum sem hann lætur frá sér
Þegar að menn skora 21 stig, taka 20 fráköst og verja 7 bolta þá er ekki mikið hægt að segja um þá ;)
Daníel Tryggvi (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:09
Mér er alveg sama hversu góðir menn eru, og Hlynur er það en hroki er eitthvað sem ég þoli ekki. Það má vel vera að hann virki það bara í viðtölum samt. Og Skúli ég hef þetta bara eftir Sigurjóni lækni því hann veit sínu viti karlinn;)
7-an (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.