12.4.2008 | 20:46
Það kom að því að við duttum í stuð
Já mikið var gaman að koma til Grindavíkur í dag. Þvílík stemmning og þvílík gleði þegar að mínir menn slátruðu Snæfell í þriðju viðureign liðanna og staðan því 2-1 og allt opið uppá gátt. Það var eins og við manninn mælt að þegar að Helgi eða Lalli fóru í gang þá vinnum við. Vörnin var frábær og þó að stórir fiskar eins og Jamal og Igor væru í villuvandræðum þá þéttum við okkur bara betur saman og í raun aldrei spurning hvort liðið vildi þetta meira í dag. Á mánudag er það útileikur og með leik í líkingu við þennan þá fáum við oddaleik og klárt að við förum alla leið.
Við Skúli fúli fórum saman í ómskoðun í gær og fékk maður bara flottar fréttir því maður er ekki rifinn. Karlinn þarf samt aðeins að hvíla og er það því væntanlega sjúkraþjálfun og ræktin næstu vikuna. Maður verður bara að sætta sig við það að maður er ekki þrítugur lengur.
Ég get ekki annað en komið aðeins inná leikinn við United á morgun og vil ég bara segja það að það er klárt mál að mínir menn vinna með allavega tveimur mörkum og ætla ég að segja 1-4. Já Siggi Þór ég segi það og skrifa 1-4 takk fyrir túkall ;)
Óli Stefán.......sem að spáir Grindavík í úrslit á móti Keflavík.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þú verður að hætta þessu pillu áti þetta er farið að verða vandræðalegt.... 1-4 heheheheh en svona öllu gríni slepptu þá verðuru að vera stoltur af " ungu strákunum" ef þeir ná marki í leikhúsi DRAUMANNA þó svo að united skori 3 þá fer þetta bara í reynslu bankann hjá krökkunum þó ég haldi að meðalaldur hjá man og ars sé mjög svipaður þá verðurur að gleypa þá staðreynd að túttubyssurnar eru bara töluvert á eftir í þroska en 3 sæti er nú sammt mjög góður árangur hjá liði sem er með meðalaldur uppá svona 21-23 ára en halda að það sé 13-16.......
Siggi Birgis....... sem er á leið á nou camp 23...


Siggi Birgis (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 11:37
Ertu búinn að vera að umgangast of marga Púllara Siggi? Allavega svona nettur Liverpoolhroki í þér núna
7-an (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 11:58
eins og eg sagði þa mattu vera stoltur af þinum mönnum....
þeir settu eitt þo það hafi verið með hendi þá telur það lika.....

siggi birgis (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.