22.4.2008 | 15:47
Stóri Björn
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson heitir mikill snillingur út Grindavík. Sibbi, eins og hann er kallaður, hefur gríðarlegan áhuga á körfubolta þó að hann hafi nú á yngri árum verið meira fyrir fótboltann og er hann meðal annars maðurinn á bak við það að meistari Lee Sharpe hafi komið og spilað í Grindavík. Hann er í dag í stjórn körfuboltans og vil ég meina það að hann eigi einn stærstan þátt í uppgangi körfunnar í Grindó. Eftir hvern leik koma gríðarlega flottir pistlar á heimasíðunni sem hafa vakið mikla lukku. Sibbi reyndi fyrir sér í körfunni en eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan þá gekk sá draumur ekki upp. Hann má þó eiga það karlinn að hafa spilað nokkra leiki í efstu deild fyrir Grindavík í fótbolta enda af hinum gríðarlega sterka 1975 árgangi þar. Þó að hann sé nokkuð þekktur fyrir afrek sín á körfubolta og fótboltavellinum þá er hann þó öllu þekktari fyrir afrek sitt í einum besta Djúpulaugar þætti sem gerður var. Enn í dag er verið að stoppa hann út á götu og spyrja hann hvort að hann sé ekki hinn eini sanni STÓRI BJÖRN.
Strákurinn vann leiksigur í léttu gríni af flugleiða auglýsingu sem fræg var á sínum tíma
Óli Stefán.....sem var svo frægur að vera með Sibba í þessum umtalaða Djúpulaugarþætti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.