3.5.2008 | 16:57
Sýnd veiði en alls ekki gefin
Mikið er alltaf gaman að skoða spá sumarsins hjá hinum ýmsu miðlum. Fotbolti.net og Fréttablaðið virðast vera nokkuð sammála um hvaða lið verða í botnbaráttunni í sumar. Þar nefna báðir miðlarnir Grindavík í neðsta sæti síðan koma Fjölnir, Þróttur og HK reyndar ekki í sömu röð en aftur eru þeir sammála um að Keflavík verði svo aðeins fyrir ofan þessi fjögur lið.
Ég hef alltaf tekið svona svona mark á þessum spám en auðvitað er ekkert óeðlilegt við það að nýliðunum sé spáð neðarlega ásamt þeim liðum sem kannski hafa ekki verið að ríða feitum hesti í leikjum vetrarins.
Nú er endaspretturinn hafinn og ekki nema vika í mót. Við Fjölnismenn spilum við Þrótt í fyrstu umferð á Valbjarnarvelli. Það segir sig sjálft að það verður hart barist um stigin 3 í svona nýliðaslag. Þrótturum eru spáð svipuðu gengi og Fjölni en Fjölnir sigraði Þrótt í báðum leikjum síðasta sumars. Við eigum svo KR heima í annarri umferð og svo mekka fótboltans, Grindavík, í þriðju umferð.
Mínir fyrrum félagar í Grindavík ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrstu þremur umferðunum. Í fyrstu umferð fara þeir í Frostaskjólið og spila við KR og nokkrum dögum seinna fara þeir svo á Hlíðarenda að spila við Íslandsmeistara Vals. Að lokum spila þeir svo við strákana hans Ása úr Grafarvoginum í Grindavík.
Óli Stefán.....sem er byrjaður í prófum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jahérna verður nu gaman að sjá hvernig leikurinn í 3 umferð fer
Áslaug (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.