Sýnd veiði en alls ekki gefin

Mikið er alltaf gaman að skoða spá sumarsins hjá hinum ýmsu miðlum. Fotbolti.net og Fréttablaðið virðast vera nokkuð sammála um hvaða lið verða í botnbaráttunni í sumar. Þar nefna báðir miðlarnir Grindavík í neðsta sæti síðan koma Fjölnir, Þróttur og HK reyndar ekki í sömu röð en aftur eru þeir sammála um að Keflavík verði svo aðeins fyrir ofan þessi fjögur lið.

Ég hef alltaf tekið svona svona mark á þessum spám en auðvitað er ekkert óeðlilegt við það að nýliðunum sé spáð neðarlega ásamt þeim liðum sem kannski hafa ekki verið að ríða feitum hesti í leikjum vetrarins. 

Nú er endaspretturinn hafinn og ekki nema vika í mót. Við Fjölnismenn spilum við Þrótt í fyrstu umferð á Valbjarnarvelli. Það segir sig sjálft að það verður hart barist um stigin 3 í svona nýliðaslag. Þrótturum eru spáð svipuðu gengi og Fjölni en Fjölnir sigraði Þrótt í báðum leikjum síðasta sumars. Við eigum svo KR heima í annarri umferð og svo mekka fótboltans, Grindavík, í þriðju umferð.

Mínir fyrrum félagar í Grindavík ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrstu þremur umferðunum. Í fyrstu umferð fara þeir í Frostaskjólið og spila við KR og nokkrum dögum seinna fara þeir svo á Hlíðarenda að spila við Íslandsmeistara Vals. Að lokum spila þeir svo við strákana hans Ása úr Grafarvoginum í Grindavík. 

 

Óli Stefán.....sem er byrjaður í prófum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jahérna verður nu gaman að sjá hvernig leikurinn í 3 umferð fer

Áslaug (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband