27.5.2008 | 18:01
Þvílíkur leikur í gær
Mikið svakalega var ég ánægður fyrir hönd minna fyrrum félaga í gær. Þar duttu þeir aldeilis í gírinn og slátruðu Blikum 3-6. Ætli maður viti það nú ekki manna best að þegar að Grindavík hittir á svona leiki er fátt sem getur stoppað þá. Það voru allir að spila fantaleik og þó að hafi borið mest á senternum, Scotty og Andra og þeir að spila frábærlega þá var ég ótrúlega ánægður með Húna Hauks. Sá var að spila eins og sá sem valdið hefur og gaf hann strákum sem hann gæti hreinlega verið pabbi ekkert eftir.
Næsta verkefni okkar er einmitt Breiðablik og er ljóst að þeir mæta brjálaðir í leikinn. Okkar lið er einnig sært eftir að hafa misst úr höndunum allavega stig á móti Val. Verður því um hörkuleik að ræða þar sem við fáum okkar annan heimaleik í sumar en við erum búnir með þrjá útileiki í fyrstu fjórum umferðunum sem gerir árangur okkar kannski enn betri í fyrstu leikjunum.
Óli Stefán......sem er símalaus í augnablikinu en síminn gaf upp öndina í gær
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.