Eigum ekki möguleika

 Ég hef nú aldrei verið mikill aðdáandi Eurovision keppninnar. Í kvöld horfði ég hins vegar á keppnina því ég átti ekki annarra kosta völ. Ég var staddur í stúdentaveislu þar sem búið var að koma upp einum fjórum sjónvarpstækjum og græjurnar stilltar í botn.

Ég sjálfur heillaðist af einu lagi en það var lag Frakka og einnig ákvað ég að sína Dabba Rú stuðning í verki og fylgjast með Spáni en hvorugt þessara laga gerðu einhverjar rósir.

Mér fannst nafni minn og Regína standa sig og eru vel að 14.sætinu komin. Þessi keppni er náttúrlega fyrir löngu komin út í eitthvað allt allt annað en sönglagakeppni því það er alveg sama hversu léleg lögin eru nágrannaþjóðirnar velja alltaf hvort annað. Til að mynda vissi Sigmar þulur, sem mér finnst by the way ótrúlega góður, í 90 % tilfella hvaða land fengi 12 stig. 

Það á bara að skipa þessari keppni niður í austur og vestur og þá fyrst eigum við möguleika en á meðan austantjaldsþjóðirnar eru með þá getum við gleymt því að vinna þessa keppni, sem er svosem í góðu lagi mín vegna.

 

Óli Stefán........grætur það að fá aldrei til baka þessa tvo klukkutíma sem fór í að horfa á þennan skrípaleik 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, kemur mér reyndar nett á óvart að þú skulir ekki fíla Evróvisjón, hélt að þetta væru ólympíuleikar þinna manna!

D.Rú (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband