Boltinn á fullu

Já síðustu helgi byrjaði enski boltinn að rúlla aftur mér til mikillar gleði. Mínir menn störtuðu á móti WBA á Emerates vellinum. Vegna anna í boltanum hjá mér náði ég bara síðustu 20 mínútunum í þeim leik. Maður er því ekki alveg dómbær á leikinn sjálfan en sigurinn góður engu að síður. Mér líst alveg ótrúlega vel á nýju leikmennina og þá sér í lagi Nasri sem skorðaði þarna í sínum fyrsta leik. Ég er samt alveg raunsær á þetta tímabil því bæði Chelsea og Man Utd eru með fáránlega góð lið og svo eru Púllararnir alltaf líklegir þegar að tímabilin byrja. Þó að við höfum misst bæði Flamini og Hleb þá fáum við menn eins og Van Persie og Rosicky til baka úr meiðslum. Svo vorum við að bæta í hópinn Silvestre frá Man Utd sem ég set spurningamerki við en hver efar meistara Wenger í leikmannakaupum. Ég spái mínum mönnum 3 sæti en vona auðvitað það besta

Hér á Íslandi er allt í fullu fjöri ennþá þó að við höfum ekkert verið duglegastir að safna stigum síðustu leiki. Nú eru sex leikir eftir í Íslandsmótinu og aðalmálið hjá okkur er að safna eins mörgum stigum og hægt er úr þeim leikjum. Svo eftir rúma viku er undanúrslitaleikur okkar við Fylki á Laugardalsvellinum þannig að það er allt í gangi hjá okkur ennþá.

Óli Stefán......sem byrjar í skólanum á morgun 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Það væri afskaplega vel þegið Ólafur svo ekki sé harðara tekið til orða ef þið vilduð vera svo almennilegir að leggja FH á Sunnudaginn n.k.

Ég heiti á þig svona treyju sem þú sérð á nýlegu bloggi á síðunni minni, enn að sjálfsögðu í þínum litum þ.e.a.s  ARSENAL- FJÖLNIR.

S. Lúther Gestsson, 21.8.2008 kl. 17:42

2 identicon

Tær snilld Lúther. En ef við ætlum að verða vinir þarftu að vita að ég heiti Óli ekki Ólafur

17-an (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 18:05

3 identicon

hehehehe

andri steinn (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband