Topp 10 listinn

Ég hef tekið saman topp 10 lista yfir það hvað maður gerði gott á árinu 2007

 

10. Ég söðlaði um í knattspyrnuskóm en ég hef alltaf spilað í Adidas. Þetta ár ákvað ég að prufa Nike og sé ekki eftir því

9.  Keypti nýjan bíl í fyrsta skipti á ferlinum og fyrir valinu varð Mazda 6 með lituðum rúðum, spoiler og álfelgum. Glæsileg kerra

8.  Fór í frí eftir tímabilið til Tenerife með Grindavíkurliðinu.

7.  Tók víti á móti Reyni Sandgerði í næst síðustu umferð og stóð við loforðið og tók svokallað sirkusvíti.

6.  Fór á gítarnámskeið Ólafs Gauks þar sem farið var yfir þvergrip í 11 vikur.

5.  Tók fram golfkylfurnar að nýju og spilaði tvisvar golf erlendis á árinu.

4.  Kláraði þriðja stigs þjálfaranámskeið KSÍ

3.  Settist á skólabekk og hóf nám í sjúkraliðanum 

2.  Ákvað að breyta til og fara í lið á höfuðborgasvæðinu. Fjölnir varð fyrir valinu og bíð ég nú spenntur eftir fyrsta leik klúbbsins í efsti deild

1.  Tók á móti bikar fyrir Grindavík fyrir sigur í fyrstu 12 liða deild á Íslandi 

 

 

Óli Stefán.....sem ætlar að henda inn botn 10 fyrir árið 2007 fljótlega 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sérdeilis prýðilegt ár hjá þér Óli :D . . bara alveg glæsilegt..fullt af allskonar skemmtilegum breytingum og jákvæðum :D

Úber stolt af þér :D

Harpa Flovents (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband