5.1.2008 | 13:21
Topp 10 listinn
Ég hef tekið saman topp 10 lista yfir það hvað maður gerði gott á árinu 2007
10. Ég söðlaði um í knattspyrnuskóm en ég hef alltaf spilað í Adidas. Þetta ár ákvað ég að prufa Nike og sé ekki eftir því
9. Keypti nýjan bíl í fyrsta skipti á ferlinum og fyrir valinu varð Mazda 6 með lituðum rúðum, spoiler og álfelgum. Glæsileg kerra
8. Fór í frí eftir tímabilið til Tenerife með Grindavíkurliðinu.
7. Tók víti á móti Reyni Sandgerði í næst síðustu umferð og stóð við loforðið og tók svokallað sirkusvíti.
6. Fór á gítarnámskeið Ólafs Gauks þar sem farið var yfir þvergrip í 11 vikur.
5. Tók fram golfkylfurnar að nýju og spilaði tvisvar golf erlendis á árinu.
4. Kláraði þriðja stigs þjálfaranámskeið KSÍ
3. Settist á skólabekk og hóf nám í sjúkraliðanum
2. Ákvað að breyta til og fara í lið á höfuðborgasvæðinu. Fjölnir varð fyrir valinu og bíð ég nú spenntur eftir fyrsta leik klúbbsins í efsti deild
1. Tók á móti bikar fyrir Grindavík fyrir sigur í fyrstu 12 liða deild á Íslandi
Óli Stefán.....sem ætlar að henda inn botn 10 fyrir árið 2007 fljótlega
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sérdeilis prýðilegt ár hjá þér Óli :D . . bara alveg glæsilegt..fullt af allskonar skemmtilegum breytingum og jákvæðum :D
Úber stolt af þér :D
Harpa Flovents (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.