Botn 10 listinn

Hér er svo botninn

 

10.  Klikkaði á sirkusvítinu á móti Reyni Sandgerði

9.   Vann ekki stigaleikinn sem ég byrjaði með á æfingum Grindavíkurliðsins síðasta vetur. Endaði í fjórða sæti

8.  Fór ekki á leik í enska boltanum í ferð minni til London í nóvember. Arsenal-Man Utd var m.a þessa helgi.

7.  Skoraði ekkert mark síðasta sumar en það er að ég held í fyrsta skipti á ferlinum sem að það gerist.

6.  Tók ekki fjórða stigs þjálfaranámskeið KSÍ en ferðin til Tenerife var á sama tíma.

5.  Tap á móti Þrótti Reykjavík í bikarnum en ég ætlaði mér að komast á Laugardagsvöllinn þetta árið

4.  Að hafa ekki náð að keyra í gegn góðum stuðningsmanna klúbb í Grindavík eins og til stóð

3.  Að hafa farið í coopertestið og ekki náð lámarkinu (12 mín úr lífinu sem ég fæ aldrei aftur)

2.  Að hafa ekki sett á mig tattoo sem ég ætlaði að setja á mig allt síðasta ár

1.  Að hafa tapað síðasta eldri yngri leiknum á árinu en það er í fyrsta skipti sem það gerist síðan að ég fór í eldri síðla sumars 1998

 

Óli Stefán....sem að fagnar ógurlega þegar að allt jólaskrautið er komið ofan í kassa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir og takk fyrir síðast, verðum að taka aftur í þetta Sequence spil, helvíti skemmtilegt.

 Hvaða tattoo var það sem þú ætlaðir að láta setja á þig ef mér leyfist að spyrja? 

Ættir bara að koma með okkur á Arsenal - Newcastle núna í lok mánaðarins ;)

Skemmtilegir listar samt sem áður 

Daníel Tryggvi Daníelsson (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 10:09

2 Smámynd: Óli Stefán Flóventsson

heyrðu ég ætla að hafa það útaf fyrir mig þangað til það er komið á svo að einhverjir óþokkar fari ekki að stela hugmyndinni.

Ekki laust við að að ég öfundi ykkur aðeins með Arsenal ferðina. Sér í lagi ef þið fáið að fara túr um völlinn eins og til stendur.

Tökum Sequence rematch fljótlega 

Óli Stefán Flóventsson, 7.1.2008 kl. 12:38

3 identicon

Já þetta verður væntanlega ekki leiðinleg ferð ;)

 Ég get samt reddað þér fræjum eins og notuð voru til að rækta grasið á Emirate´s ef þig langar að rækta þitt eigið Arsenal gras hehe :)

Daníel Tryggvi Daníelsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband