8.1.2008 | 15:55
Ísl-enski boltinn
Fyrsta æfing ársins var í Egilshöllinni í gærkvöldi. Auðvitað var lítið annað að gera en að taka Kristó spesial en það er nafn yfir reit og spil æfingu hjá okkur. Í spilinu var stillt upp í eldri yngri þar sem eldri náðu heldur betur að kvitta fyrir mjög svo óvænt tap nú rétt fyrir jól. Leikurinn endaði 9-0 fyrir eldri þar sem gamla kempan úr Breiðablik Kristófer Sigurgeirsson fór hamförum í vinstri bakverði. Alveg er ég viss um að ef drengurinn hefði lagt þessa stöðu fyrir sig þegar að kappinn var upp á sitt besta hefði hann örugglega komist lengra í boltanum, jafnvel alla leið í HK.
Í enska er allt flott að frétta því að mínir menn fóru þægilega í gegnum síðustu umferð í bikarnum þegar við unnum Burnley á útivelli og það með stráklingana hans Wengers. Alveg finnst mér magnað hvað hann treystir litlu guttunum í þessum keppnum og hefur alltaf gert. Núna er líka verði að uppskera því að þessir strákar eru margir hverjir að verða aðalliðsmenn og hópurinn því alltaf að styrkjast. Arsenal er líka eitt af fáum liðum sem er ekki að eyða óþarfa pening í einhverja skyndilausn núna í janúar. Í gær var dregið í bikarnum og við drógumst gegn annaðhvort Stoke eða Newcastle í næstu umferð en fengum heimaleikinn sem að skiptir miklu máli í þessari keppni.
Óli Stefán....sem að bíður þess í ofvæni að fara í pottinn eftir æfingu í kvöld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óli..... Ég þoli ekki Arsenal..
Rauður (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 21:04
Ekki ég skil ekki af hverju menn þola ekki Arsenal. Fyrir það fyrsta þá spila þeir einn skemmtilegasta boltann í dag og jafnvel þið United menn verðið að viðurkenna það. Í öðru lagi þá eru þeir ekki að kaupa velgegni heldur búa hana til með góðu uppbyggingarstarfi þannig og svo erum við stuðningsmennirnir líka sanngjarnastir og mjög skemmtilegir flestir allavega;)
Óli Stefán Flóventsson, 8.1.2008 kl. 22:29
Nokkrir þessara ungu drengja eru nú keyptir fyrir dágóða summu Óli... en samt sem áður mjög skemmtilegt lið
Nonni (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 09:15
Dágóða summu???? Við hefðum t.d getað keypt 15 Fabregas fyrir einn Anderson Nonni. En Wenger spottar þessa stráka mjög unga og kaupir þá á aura en ekki dágóða summu drengur
Óli Stefán Flóventsson, 9.1.2008 kl. 13:21
Já, Wenger tínir upp aurana en hendir krónunni og margur verður af aurum api og þannig endar Wenger.... sem api.
Gíggi (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 13:56
Nei þetta var nú óþarfi Gummi. Tínir upp aura og hendir krónu? Ætti þetta ekki frekar að vera tínir upp krónurnar og hendir aurum í Wengers tilfelli. Karlinn er ekki kallaður prófessorinn fyrir ekki neitt
Óli Stefán Flóventsson, 9.1.2008 kl. 14:12
jájá við united menn eiðum einhvejum krónum í leikmenn,,,, en mundu orð mín eftir afríkumótið verðum við komnir með þægilega foristu og í lok tímabils stöndum við ekki bara uppi með eina heldur tvær og jafnvel þrjár dollur og þá tikka ÞÚSUNDKALLARNIR í budduna og allir geta verið sáttir við með dollurnar og þið með sparnaðinn...
Siggi Birgis (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 20:21
Ég skal draga aðeins úr orðum mínum en þó svo að fabregas hafi fengist frítt þá fengust þeir nú ekki allir frítt, er það?
Nonni (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 21:39
Af hverju ætti United eitthvað að vera með þægilega foristu eftir Afríkumótið Siggi? Jú auðvitað er vont að missa Toure en við leysum Ebue alveg þannig að missirinn er ekki alveg eins mikill og menn almennt halda. Allt í góðu að vera nokkuð öruggur með sitt lið en 3 dollur????? Þið eruð farnir að hljóma eins og verstu púllarar
Óli Stefán Flóventsson, 10.1.2008 kl. 00:26
tittlarnir tala sinu máli siðustu 15 ár hefur arsenal unnið 2 kannski 3 en man u 9
andri steinn (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.