Kolvetnis drykkurinn ISODRIVE

Strákurinn fór á heldur skemmtilegan fund í kvöld. Þannig var mál með vexti að Ási fékk til okkar næringarfræðing frá EAS vörum. Hann fór ágætlega yfir sín mál og ef menn hafa áhuga á að bæta árangur sinn þá held ég að fyrsta skrefið sé að skoða þessi mál hjá sér. Það eru flest allir í okkar liði allavega ekki að borða rétt og spá sjálfsagt ekkert í þessum málum. Eftir að hafa tekið næringarfræði í skólanum í haust þá vaknaði maður aðeins og er ég að vinna vel í þessu hjá mér.

Fundurinn var eins og áður sagði skemmtilegur en lítið vissi ég að skemmtanagildið kom víst á minn kostnað. Þannig var að eins og er oft í skólunum þá hópast leiðinlegu strákarnir oft saman og eru svona að brandarast á kostnað þeirra sem að vilja læra. Þessar týpur verða alltaf að vera einn af hópnum og þora ekki að sína frumkvæði og þora ekki annað en að hlæja að mjög svo aulalegum og barnalegum húmor sem að aðalstrákurinn stendur fyrir. Næringarfræðingurinn var semsagt að tala um kolvetni og benti auðvitað á sína vöru sem kallast Ísodrive. Það vill svo skemmtilega til að ég er að nota þessa vöru og var með hana í töskunni. Ég ákvað að taka dunkinn upp og sýna þeim sem hefðu áhuga á að skoða kolvetnið eitthvað nánar en þá sá þessi leiðinlegi hópur sér leik á borði og undir styrkri stjórn Davíðs Þórs og Eyþórs hvísluðust þeir sig saman og sögðu að  þarna væri ég,bara að sýna þjálfaranum að ég væri sko að nota þetta og monta mig á því. Skelltu þeir síðan uppúr og flissuðu eins og litlar smástelpur. Það sem síðan særði mann mest var að aðstoðarþjálfarinn tók þátt í þessum barnaleik.

Sem betur fer er maður nú með "langt bak" eins og Alli píp orðaði svo skemmtilega, og því undir svona óþokka búinn. Það mikilvæga í þessu öllu saman er að nú veit Ási að ég tek þetta kolvetni og er ég því kominn með prik í kladdann Cool

 

Óli Stefán....... sem að fagnar því að Óli Stefán........s ætli að spila á móti Þjóðverjum á morgun 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahahha, þetta var með leiðinlegri fundum sem ég hef farið á.  Vissulega er þetta áhugavert viðfangsefni en samt sem áður sama tuggan aftur og aftur. 

Sem betur fer var Hr. Flóventsson á svæðinu til að skemmta okkur með skemmtilegum athugasemdum sínum...  Hann sá alfarið um grínið sjálfur, við hinir hlógum með honum/að honum!

Dabbi Rú (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband