23.1.2008 | 20:06
Reykjavíkurmót
Nú fyrst er ég að verða Reykvíkingur, þó að ég sé náttúrlega fyrst og fremst Grindvíkingur, en þá er að byrja svokallað Reykjavíkurmót hjá mínu liði á morgun og er af skiljanlegum ástæðum minn fyrsti leikur í þessu móti.
Andstæðingar okkar verða hinir rauðhvítu drengir sem kenna sig við Val. Við höfum spilað við þá æfingaleik í vetur en þá höfðu Valsarar betur 5-3 eftir að við höfðum verið yfir 1-3 í hálfleik. Valur er auðvitað Íslandsmeistari þannig að um hörkuleik er að ræða en þannig vill maður hafa þetta. Leikurinn hefst kl 19.00 í Egilshöllinni.
Óli Stefán....... sem að var að borða þennan líka fína plokkfisk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.