10.2.2008 | 19:46
Boltinn
Við Fjölnis menn náðum alveg hreint ágætis leik á móti KR í Reykjavíkurmótinu í gær. Leikurinn endaði 4-2 fyrir okkar menn eftir að við höfðum verið 4-0 yfir í hálfleik. Ég man ekki eftir því að hafa tekið þátt í leik þar sem mitt lið skorar 4 mörk á 8 mínútum. Við eigum 2 leiki eftir í þessu móti en það er á móti Breiðholtsliðunum Leikni og ÍR.
Nú er lag fyrir mína menn í Englandi. Öll þrjú liðin fyrir neðan okkur töpuðu stigum í dag þannig að það er þá um að gera að nýta tækifærið á móti Blackburn á morgun. Ég verð nú að viðurkenna að ég er svona pínu stressaður fyrir þennan leik því að við höfum klikkað nokkrum sinnum í vetur á því að slíta okkur frá United. Ef að Arsenal ætlar sér titilinn þá verðum við að nýta svona tækifæri því að United gefur ekki oft svona sénsa á sér yfir tímabilið.
Óli Stefán......sem er búinn að koma sér fyrir framan sjónvarpið og bíður spenntur eftir meistara Dexter
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.