Óvissuferð Ómars Hákonars

Við Fjölnismenn erum að fara í ansi strangt leikjaprógramm núna næstu vikur. Við spilum á fimmtudag við Leikni og svo aftur á sunnudag við ÍR í Reykjavíkurmótinu. Næstu helgi byrjar svo deildarbikarinn og erum við að spila nánast upp á hvern sunnudag fram að móti. Þegar að Íslandsmótið byrjar svo þá er ekki fríhelgi fyrr en í september.

Við fáum helgarfrí 14.-15. mars og því kom upp umræða á æfingunni að taka óvissuferð þá helgi. Upp úr þeirri umræðu heyrði ég helvíti góða sögu. Þannig var að eitt sinn síðasta sumar hringir Ómar Hákonarson í Ása þjálfara til að biðja um frí á laugardegi. Ási náttúrlega spyr um ástæðu og hún var sú að Ómar var að fara í óvissuferð með fyrirtæki sínu. Ási samþykkti frí á Ómar en þegar að hann svo tilkynnti á æfingu hvers vegna Ómar væri ekki mættu skelltu menn uppúr og hlógu mikið og lengi því að Ómar er málari og með sitt fyrirtæki en það sem mönnum fannst svona fyndið var að hann er bara með einn í vinnu. Ómar skipulagði semsagt óvissuferð fyrir EINN starfsmann sem og verður það að teljast frekar fyndið.

 

Óli Stefán.....sem að var frekar ósáttur með Óla Johnson á æfingu í kvöld og grunar mig að hann vitu nú út af hverju 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óskrifuð regla nr. 23: Bolti sem snertir keilu telst til vafaatriða og skal ekki telja sem gilt mark.

Óli Johnson.... sem getur ekki beðið eftir óvissuferð Ómars Hákonarsonar 14.mars.

Óli Johnson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 00:41

2 identicon

Hef trú á að Ómar komi sjálfum sér aftur á óvart.

Stoi (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband