Janis Joplin

janis_joplin[1]Þessi elska hefði nú bara orðið 65 ára á morgun ef að hún hefði lifað blessunin. Ég er og hef alltaf verið rosalega hrifinn af lögum hennar. Röddin er bara svo sérstök og sér á báti að maður getur ekki annað en hrifist af henni. Þó að Janis hafi átt fjöldann allan af góðum lögum hefur mitt uppáhalds lag verið summertime. Hún samdi það lag að vísu ekki en gerði það ódauðlegt í sínum búningi. Fleiri snilldar lög hennar eru lög eins og Mercedes Bens, Cry Baby og Me and Bobby Mcgee. (Einhvernvegin finnst mér eins og að Kris Kristoferson hafi samið það lag en er ekki viss um það samt.) Í kvöld í kastljósi heyrði ég Jenna í Brainpolice taka lag hennar pice of my heart og fannst mér það bara vel gert. Það eru ekki margir sem geta sungið eins og hún. Þegar ég var 16 ára að koma úr einni af minni fyrstu fótboltaæfingaferð erlendis keypti ég bestof disk hennar og spilaði öllum stundum. Félagar mínir þeir Óli Bjarna og Helgi Rúnar gerðu svo mikið grín af þessum fáránlega tónlistasmekk mínum að ég fór að hlusta á hana í laumi. Þannig var ást mín á Janis yfir erfiðustu unglingsárin eða þangað til ég varð nógu hugrakur að taka diskinn fram aftur og hlusta á hann meðal almennings. Í dag gæti ég ekki verið stoltari af því að finnast Janis Joplin ein af merkari tónlistakonum sem komið hafa fram á sjónarsviðið fyrr og síðar.

 

Óli Stefán.....sem að hefði gaman af því að sjá hvernig hún Janis hefði litið út í dag 65 ára gömul eftir allt sukkið á henni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Stefán Flóventsson

Jæja ég hef fengið grun minn staðfestan. Kris Kristoferson samdi lagið Me and Bobby McGee. Hann heyrði hennar útgáfu af laginu eftir að hún dó 4.okt 1970.

Óli Stefán Flóventsson, 18.1.2008 kl. 23:31

2 identicon

Dolly Parton á líka afmæli þennan dag og hef ég nú grun um að þú eigir nú einhverja diska með henni sem þú þorir ekki að segja félögunum frá.

Stoi (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 10:28

3 Smámynd: Óli Stefán Flóventsson

Ég hefði nú ekkert þurft að fela Dolly því að þeir félagar hefðu spáð í einhverju allt öðru en tónlist hennar og haft gaman af

Óli Stefán Flóventsson, 19.1.2008 kl. 12:50

4 identicon

Ég er mjög ánægð að þú skildir hafa keypt þennan disk, við systurnar nutum heldur betur góðs af :D Held að þú og pabbi hafið haft mestu áhrifin á okkur tvær í sambandi við tónlistina, kynntuð okkur fyrir öllu því besta. Bítlanir, Stones, U2, Janis Joplin, Simon and Garfunkel, Nirvana, kántrýið frá pabba og ekki má gleyma norsku hetjunum í  Aha og öllu hinu sem ég næ ekki að telja upp  ;)

 Takk fyrir Óli minn :D

 Kv.Helga

Helga Björg Flóventsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 14:05

5 identicon

Já maður, uppáhaldslagið mitt í heiminum er Woman left lonely með janis joplin... Buin að hlusta á hana í drasl sko!... Finnst Pearl bestur :)

Heyr heyr :)

Takk takk Óli...

Er einmitt að fara á heiðurstónleikana á Organ í kvöld :o)

Harpa

Harpa Flóventsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband