Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Það kom að því að við duttum í stuð

Já mikið var gaman að koma til Grindavíkur í dag. Þvílík stemmning og þvílík gleði þegar að mínir menn slátruðu Snæfell í þriðju viðureign liðanna og staðan því 2-1 og allt opið uppá gátt. Það var eins og við manninn mælt að þegar að Helgi eða Lalli fóru í gang þá vinnum við. Vörnin var frábær og þó að stórir fiskar eins og Jamal og Igor væru í villuvandræðum þá þéttum við okkur bara betur saman og í raun aldrei spurning hvort liðið vildi þetta meira í dag. Á mánudag er það útileikur og með leik í líkingu við þennan þá fáum við oddaleik og klárt að við förum alla leið.

Við Skúli fúli fórum saman í ómskoðun í gær og fékk maður bara flottar fréttir því maður er ekki rifinn. Karlinn þarf samt aðeins að hvíla og er það því væntanlega sjúkraþjálfun og ræktin næstu vikuna. Maður verður bara að sætta sig við það að maður er ekki þrítugur lengur.

Ég get ekki annað en komið aðeins inná leikinn við United á morgun og vil ég bara segja það að það er klárt mál að mínir menn vinna með allavega tveimur mörkum og ætla ég að segja 1-4. Já Siggi Þór ég segi það og skrifa 1-4 takk fyrir túkall ;)

Óli Stefán.......sem að spáir Grindavík í úrslit á móti Keflavík.


Dr Saxi

Nú eftir hádegi fer ég ásamt Skúla fúla í ómskoðun niður í Dómus. Skúli er í vandræðum með hnéð eftir að hafa labbað tvær holur í golfi sem er bara of mikið á veikan skrokkinn lagt. Ég hins vegar þarf að ath með magavöðvafestingar en læknarnir vilja meina að ég hafi ofþjálfað magavöðvana fyrir nýliðafegurðarsamkeppnina úti í Portúgal. Versta niðurstaða gæti verið algjör hvíld í tvær og hálfa til þrjár viku en ef það eru bara bólgur þarna þá eru það sprautur og hvíld framyfir helgi. Ég veit satt að segja ekki hvor niðurstaðan sé skárri. Auðvitað er það best að vera sem minnst frá æfingum en það að fá einar fjórar sprautur í magann við lífbeinið er ekki eitthvað sem maður heldur jólin yfir. 

Óli Stefán.....sem fékk ekki ósk sína uppfyllta því að Grindavík tapaði öðrum leiknum á móti Snæfell og er nú við ramman reip að draga í þessari viðureign

 

 


Körfuboltinn

Það er merkilegt hvað maður fer alltaf í körfuboltastuð á þessum tíma árs. Ætli það gæti verði því að úrslitakeppnin er í fullum gangi núna? Mínir menn úr Grindavík eru í undanúrslitum í rimmu við Snæfell. Við erum 0-1 undir því við töpuðum heimaleiknum og í kvöld er það leikur númer tvö. Það er víst ekkert auðveldast í heimi að leggja þessa djöfla þar en það er samt deginum ljósara að við þurfum einn sigur þar í tveimur tilraunum ef við ætlum í úrslitaleikinn. 

Til þess að þetta gangi upp þurfum við klárlega Helga Jónas og Lalla í stuð því að við rétt töpuðum með þremur stigum í síðasta leik með þá kalda. Hlynur fyrirliði þeirra er að mínu mati full hrokafullur í viðtölum því hann talar eins og þeir hafi verið að spila sinn versta leik og við okkar besta en þeir samt unnið. Hvernig verður þetta þá þegar við spilum ágætlega sagði hann. Það á bara að taka á svona körlum og láta þá éta svona skítacomment ofan í sig.

Það sem gerir körfuna svona skemmtilega er þessi úrslitakeppnis fyrirkomulag. Það myndast svo flott stemmning í kringum þetta. Ég vill meina að karfan sé kominn framúr handboltanum bara útaf þessu fyrirkomulagi. Ætli þetta myndi gang upp í fótboltanum þ.e svona úrslitakeppni?? 

 

Óli Stefán......sem mun fylgjast með textalýsingu frá Stykkishólmi í kvöld 

 

 


Djöfull í mannsmynd

Jæja þá er maður loks búinn að jafna sig á áfallinu úr meistaradeildinni í gærkveldi. Ótrúlegir klaufar annað árið í röð því í fyrra féllu þeir líka óvænt út á móti PSV en þetta er nákvæmlega það sem gerir boltann svona skemmtilegan

Ég fór með Kristó félaga mínum til Sigurjóns lækni til að láta kíkja aðeins á það sem er búið að vera að pirra mig í vetur og hittumst við á kaffihúsi í kaffibolla fyrir tímann. Kristó er harður púllari og var hann við hliðina á mér þegar úrslitin réðust í gær. Mér fannst hann vera ólíkur öðrum púllurum sem ég þekki því að hann lét mig alveg í friði og var gjörsamlega laus við leiðindi á meðan aðrir hoppuðu á mig og voru bara frekar leiðinlegir. Á kaffihúsinu í dag var hann heldur ekkert að tala þannig um leikinn og var meira að segja sammála mér að þetta hafi ekki verið víti. Þarna var ég farinn að hugsa minn gang um stuðningsmenn Liverpool. Gat verið að þarna væri að finna í fyrsta sinn almennilegan Púllara. Ég var alveg kominn á það þangað til ég fór að flakka um á netinu nú rétt í þessu og fór inná blogg okkar Fjölnismanna. Þar hafði Kristó a.k.a stoi sett þessa líka myndina og takið sérstaklega eftir andliti Torres!!! Nú er ég sannfærður um að stuðningsmenn Liverpool eru djöflar í mannsmynd

Óli Stefán......sem er að fara að huga að eldamennskunni

 


Þannig fór um sjóferð þá

Ég sá seinni hálfleik í kvöld og viðurkenni það fúslega að Liverpool voru alveg að ógna, sérstaklega ef maður miðar við fyrri leikinn. Hins vegar man ég ekkert sérstaklega eftir dauðafæri eða þannig að Almunia þyrfti að taka á því. Arsenal voru alveg að ógna og virtust fyrir mér alveg líklegir að setja kvikyndið samanber færið sem Ade klikkaði á. Torres kláraði sitt færi vel og er að mínu mati einn af þremur bestu framherjum í heimi í dag. Walcott gerði frábærlega í jöfnunarmarkinu og sá maður þarna fram í svakalegar 10 mínútur en ég veit ekki hvort það sé mín hlutdrægni eða smá pirringur útaf vítinu sem við áttum að fá í fyrri leiknum þá fannst mér þetta ekki vera víti. Ef það var brot þá byrjaði það fyrir utan teig en klárlega minni sakir en í fyrri leiknum. Þarna erum við að tala um tveggja marka sveiflu sem í svona keppni er bara of mikið.

Ég tek þessum ósigri eins og maður og óska Liverpool mönnum til hamingju, þið áttuð að vinna þennan leik, örlögin sáu um það í kvöld.

 

Óli Stefán.......sem er nú þegar búinn að fá 5 ógeðis sms frá Liverpool mönnum.  


mbl.is Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórleikir

Nú er það allt eða ekkert í kvöld hjá mínum mönnum á Englandi. Við förum á Anfield sem litla liðið og virðast allir spá Púllurum sigri. Það er nú ekki langt síðan þessi sálmur var sungin síðast en það voru ansi margir sem höfðu á orði að við ættum ekki möguleika á móti sjálfum Evrópumeisturunum á San Siro en viti menn ungu kjúklingarnir stóðust raunina svo um munaði og unnu 0-2.

Ég er ekki oft vælandi yfir því að þurfa að fara á æfingu en í dag græt ég í hljóði því að æfingatíminn er 18.30 eða sá sami og kickoff í stórleik kvöldsins. Það gæti því orðið þannig að þegar maður gengur af æfingu syngjandi glaður eins og eftir flestar æfingar vegna sigurs á æfingunni þá gæti það fljótlega breyst í harmleik eftir útslit leiksins.

Það er ekki bara á Englandi sem að mitt lið er að spila stóra leiki þessa dagana því að mitt lið í körfunni er þessa stundina að kljást við pjakkana úr Stykkishólmi. Við töpuðum fyrsta bardaganum í Grindavík í gær en stríðinu er fjarri því að vera lokið því við munum safna liði og bíta frá okkur á fimmtudaginn þegar að næsti leikur verður. Ég verð að viðurkenna að þó þessi Hlynur fyrirliði þeirra sé alveg hreint magnaður leikmaður þá er ég ekki alveg að fíla þennan hroka í honum í viðtölum.

 

Óli Stefán.....sem að afber það hugsanlega ekki ef að Liverpool vinnur í kvöld 


Æfingaferð Fjölnis

Jæja þá er maður kominn aftur á klakann eftir viku æfingaferð til Portúgal. Það er hægt að segja að við höfum verið vægast sagt heppnir með veður því að við vorum í 22-27 stigum allan tímann og við urðum ekki varir við ský á himni nema síðasta daginn þegar að við vorum á heimleið. Menn eins og séra Markan nýttu nánast hverja mínútu sem gafst til að sóla sig á bakkanum.

Við spiluðum tvo leiki. Á mánudeginum spiluðum við KA sem við unnum 2-0 með mörkum Markans og Andra Val. Markmið okkar fyrir þennan leik var að bæta varnarleik liðsins sem að ég held að menn hafi gert með glæsibrag. Hinn 16 ára gamli markmaður Steinar Casanova átti mjög flottan leik þarna og ljóst að Fjölnismenn eru ekki á flæðiskeri staddir hvað þá stöðu varðar.

Á föstudeginum spiluðum við við lærisveina Bjarna Jó í Stjörnunni. Eftir smá vesen í fyrri hálfleik kláruðum við leikinn mjög sannfærandi 4-1 þar sem Tommi "Banks" Leifs kom inn í hálfleik og skorði tvö og lagði upp eitt. Óheppni fyrir hann að allar dömurnar sem komu á leikinn fóru í hálfleik og misstu því af karlinum í banana stuði. Þórður Ingason var einnig frábær í leiknum og gaman að sjá hversu hrikalega góður strákurinn getur verið

Í þessari ferð var tekinn upp svokallað nýliðavígsla í fyrsta skipti í sögu Fjölnis. Við vorum sjö nýliðarnir sem tókum þátt en undirrituðum finnst nú skjóta svolítið skökku við að menn yfir þrítugt þurfi að taka þátt í því. Dabbi var búinn að gera klára fegurðarsamkeppni nýliða Fjölnis þar sem Keflavíkur dömurnar voru dómarar ásamt Þorgrími Þráins fararstjóra. Í þessari keppni þurftu menn að keppast um að sýna á sér innri og ytri fegurð með ýmsum útfærslum. Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin af sjö keppendum en sigurvegari í þessari keppni varð Kristján Hauksson. Veitt voru ýmis aukaverðlaun en aðalaukaverðlaunin hljóta að vera flottustu fótleggirnir þar sem glæsilegur drengur út Grindavík tók. Reyndar spáðu flestir áhorfendur honum sigri en á óskiljanlegan hátt vann hann ekki. 

 Einelti er nokkuð sem er farið að þekkjast víða í t.d skólum og vinnustöðum og nú er farið að bera þónokkuð á því í mfl Fjölnis. Þannig var nokkuð áberandi í þessari ferð að Óli Stebbi og Tommi Leifs urðu mest fyrir barðinu og áhyggjuefni þegar að framtíðar prestar standa fyrir svona óþokkaskap. Undirritaður var í þessari ferð kallaður hommi, hommatittur, Friðrik Ómar, Svavar Örn, Tískuslys, Járnbrautaslys og margt fleira. Tommi lenti í barðinu á mörgum vegna þess að hann lét út úr sér hvort að Portúgals next top model væri í gangi þegar að Keflavíkur dömurnar gengu framhjá honum. Einnig varð hann skotmark í ræðukeppni sem að við tókum þarna úti. Við Tommi erum sem betur fer með "langt" bak þannig að þetta styrkir okkur bara. 

Ég er búinn að raða sjálfur niður nokkrum titlum á menn úr þessari ferð

Undirbeltisstað ferðarinnar Pétur Georg Markan

Frasi ferðarinnar   Er það málið??   Ómar Hákonarsson

Skítalykt ferðarinnar     herbergi Gunnanna

Strippari ferðarinnar     Ágúst Gylfason

Kariokímaður ferðarinnar     Davíð Þór Rúnarsson með Great Balls a fire sex sinnum 

Besta lið ferðarinnar     Lið eldri leikmanna 

Þjálfari ferðarinnar        Þorfinnur 

 

 

Óli Stefán.....sem borgaði samtals 30 evrur í sekt en þar af voru 15 evrur sannkallaðir blóðpeningar og ættu sektarstjórarnir að skammast sín fyrir það 


« Fyrri síða

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband