Færsluflokkur: Bloggar
8.4.2008 | 16:44
Stórleikir
Nú er það allt eða ekkert í kvöld hjá mínum mönnum á Englandi. Við förum á Anfield sem litla liðið og virðast allir spá Púllurum sigri. Það er nú ekki langt síðan þessi sálmur var sungin síðast en það voru ansi margir sem höfðu á orði að við ættum ekki möguleika á móti sjálfum Evrópumeisturunum á San Siro en viti menn ungu kjúklingarnir stóðust raunina svo um munaði og unnu 0-2.
Ég er ekki oft vælandi yfir því að þurfa að fara á æfingu en í dag græt ég í hljóði því að æfingatíminn er 18.30 eða sá sami og kickoff í stórleik kvöldsins. Það gæti því orðið þannig að þegar maður gengur af æfingu syngjandi glaður eins og eftir flestar æfingar vegna sigurs á æfingunni þá gæti það fljótlega breyst í harmleik eftir útslit leiksins.
Það er ekki bara á Englandi sem að mitt lið er að spila stóra leiki þessa dagana því að mitt lið í körfunni er þessa stundina að kljást við pjakkana úr Stykkishólmi. Við töpuðum fyrsta bardaganum í Grindavík í gær en stríðinu er fjarri því að vera lokið því við munum safna liði og bíta frá okkur á fimmtudaginn þegar að næsti leikur verður. Ég verð að viðurkenna að þó þessi Hlynur fyrirliði þeirra sé alveg hreint magnaður leikmaður þá er ég ekki alveg að fíla þennan hroka í honum í viðtölum.
Óli Stefán.....sem að afber það hugsanlega ekki ef að Liverpool vinnur í kvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 12:09
Æfingaferð Fjölnis
Jæja þá er maður kominn aftur á klakann eftir viku æfingaferð til Portúgal. Það er hægt að segja að við höfum verið vægast sagt heppnir með veður því að við vorum í 22-27 stigum allan tímann og við urðum ekki varir við ský á himni nema síðasta daginn þegar að við vorum á heimleið. Menn eins og séra Markan nýttu nánast hverja mínútu sem gafst til að sóla sig á bakkanum.
Við spiluðum tvo leiki. Á mánudeginum spiluðum við KA sem við unnum 2-0 með mörkum Markans og Andra Val. Markmið okkar fyrir þennan leik var að bæta varnarleik liðsins sem að ég held að menn hafi gert með glæsibrag. Hinn 16 ára gamli markmaður Steinar Casanova átti mjög flottan leik þarna og ljóst að Fjölnismenn eru ekki á flæðiskeri staddir hvað þá stöðu varðar.
Á föstudeginum spiluðum við við lærisveina Bjarna Jó í Stjörnunni. Eftir smá vesen í fyrri hálfleik kláruðum við leikinn mjög sannfærandi 4-1 þar sem Tommi "Banks" Leifs kom inn í hálfleik og skorði tvö og lagði upp eitt. Óheppni fyrir hann að allar dömurnar sem komu á leikinn fóru í hálfleik og misstu því af karlinum í banana stuði. Þórður Ingason var einnig frábær í leiknum og gaman að sjá hversu hrikalega góður strákurinn getur verið
Í þessari ferð var tekinn upp svokallað nýliðavígsla í fyrsta skipti í sögu Fjölnis. Við vorum sjö nýliðarnir sem tókum þátt en undirrituðum finnst nú skjóta svolítið skökku við að menn yfir þrítugt þurfi að taka þátt í því. Dabbi var búinn að gera klára fegurðarsamkeppni nýliða Fjölnis þar sem Keflavíkur dömurnar voru dómarar ásamt Þorgrími Þráins fararstjóra. Í þessari keppni þurftu menn að keppast um að sýna á sér innri og ytri fegurð með ýmsum útfærslum. Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin af sjö keppendum en sigurvegari í þessari keppni varð Kristján Hauksson. Veitt voru ýmis aukaverðlaun en aðalaukaverðlaunin hljóta að vera flottustu fótleggirnir þar sem glæsilegur drengur út Grindavík tók. Reyndar spáðu flestir áhorfendur honum sigri en á óskiljanlegan hátt vann hann ekki.
Einelti er nokkuð sem er farið að þekkjast víða í t.d skólum og vinnustöðum og nú er farið að bera þónokkuð á því í mfl Fjölnis. Þannig var nokkuð áberandi í þessari ferð að Óli Stebbi og Tommi Leifs urðu mest fyrir barðinu og áhyggjuefni þegar að framtíðar prestar standa fyrir svona óþokkaskap. Undirritaður var í þessari ferð kallaður hommi, hommatittur, Friðrik Ómar, Svavar Örn, Tískuslys, Járnbrautaslys og margt fleira. Tommi lenti í barðinu á mörgum vegna þess að hann lét út úr sér hvort að Portúgals next top model væri í gangi þegar að Keflavíkur dömurnar gengu framhjá honum. Einnig varð hann skotmark í ræðukeppni sem að við tókum þarna úti. Við Tommi erum sem betur fer með "langt" bak þannig að þetta styrkir okkur bara.
Ég er búinn að raða sjálfur niður nokkrum titlum á menn úr þessari ferð
Undirbeltisstað ferðarinnar Pétur Georg Markan
Frasi ferðarinnar Er það málið?? Ómar Hákonarsson
Skítalykt ferðarinnar herbergi Gunnanna
Strippari ferðarinnar Ágúst Gylfason
Kariokímaður ferðarinnar Davíð Þór Rúnarsson með Great Balls a fire sex sinnum
Besta lið ferðarinnar Lið eldri leikmanna
Þjálfari ferðarinnar Þorfinnur
Óli Stefán.....sem borgaði samtals 30 evrur í sekt en þar af voru 15 evrur sannkallaðir blóðpeningar og ættu sektarstjórarnir að skammast sín fyrir það
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2008 | 16:33
Sjaldan lognmolla í kringum þetta blessaða Fjölnislið
Við spiluðum í gær næst síðasta leik okkar í lengjubikarnum á móti Víking úr Fossvoginum. Í dag telst það til tíðinda ef að við spilum leiki úti á þessum árstíma en sú varð raunin í gær. Ekki er hægt að segja að við höfum verið neitt rosalega heppnir með veður og þó að menn hafi reynt sitt besta í að vera ofur jákvæðir þá fauk það nú fljótlega út um veður og vind í bókstafslegri merkingu. Þvílíkur vindur og þvílíkur kuldi sem boðið var uppá og stóð vindurinn alveg á annað markið. Úr varð bardagi sem að ég held að bæði lið vilji gleyma sem fyrst því ekki var hægt að bjóða uppá neinn bolta. Boltinn fauk hvað eftir annað út í rassgat og var hann á köflum meira utan vallar en innan. Ljósi punkturinn er þó að Biggi litli Jörgensen skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark í sínum fyrsta meistaraflokksleik og það í sinni fyrstu meistaraflokkssnertingu.
Mikil eftirvænting hefur verið vegna herbergisskipan úti í Portúgal en þjálfi hefur þann sið að raða niður í herbergin sjálfur. Ég man svosem eftir því að þetta hafi verið gert áður en það var þegar að ég fór í keppnisferð í 3.flokki til Færeyja og Gulli Jóns raðaði niður í herbergin. Ég er þó viss um að flestir séu nokkuð sáttir nema kannski Óli Palli sem þarf að vera með minnimáttarkennd í heila viku en hann lenti með Eyjó í herbergi.
Það er bara nánast allt klappað og klárt fyrir ferðina hjá manni en ég á reyndar eftir að henda í eina vél svo að öll fötin séu nú hrein og fín. PS2 fer á sinn stað og í fríhöfninni verður svo fjárfest í Tiger 08. Úti verður svo skellt á keppni en ég er þrefaldur Tiger æfingaferðarmeistari og á ekki von á því það verði nein breyting á.
Það eina sem er að trufla mig í sambandi við þessa ferð er helvítis veðrið en í Albufera er ekki nema 23 stiga hiti og sól.
Óli Stefán......sem að heldur því fram að hættulegasta herbergisparið úti séu þeir Halldór Ásgrímsson og Þórður Ingason.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2008 | 22:09
Allt í gangi
Ekki er hægt að segja að maður hafi nú verið yfir sig ánægður með úrslit helgarinnar. Auðvitað kláruðu United menn Liverpool enda heitasta liðið akkúrat í dag. En það að mínir menn hafi tapað fyrir tapað fyrir Chelsea var alveg skelfilegt. Jafntefli hefði verið alveg sanngjörn úrslit en það er erfitt að eiga við helvítið hann Drogba í svona stuði. Maður verður bara að játa það að útlitið er ekkert sérstakt en það er samt ekki öll nótt úti enn því að Chelsea og Man Utd eiga eftir að spila og svo eigum við eftir United úti. Við sjáum hvað setur en ég nenni ekkert að vera að grenja þó að við vinnum ekki þetta árið því að framtíðin er svo sannarlega okkar. Arsenal hefur tapað tveimur leikjum í vetur en öll jafnteflin á móti miðlungsliðum eru að verða nokkuð dýr.
Nú fer að styttast í sólina en við förum út á laugardaginn. Ég verð að viðurkenna að ég hef sjaldan verið svona helvíti spenntur fyrir svona æfingaferð eins og núna. Við Dabbi ákváðum fyrir margt löngu að verða herbergisfélagar þarna úti og orðnir bara nokkuð spenntir enda átti að setja upp þvíligt Tiger Woods mót í PS2 í okkar herbergi. Það er hins vegar að koma babb í bátinn því þjálfarinn er með einhverjar reglur um það hverjir verða saman og fellur það svo sannarlega í grýttan jarðveg hjá okkur félögum því að samkvæmt nánustu heimildum þá eru okkar nöfn ekki á sama herbergisnúmeri.
Óli Stefán.....sem var virkilega sáttur við Mannaveiðar í sjónvarpinu í gær og Ólafur Darri fær 5 stjörnur frá mér fyrir týpuna sem hann leikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2008 | 20:18
Gleðilega páska
Það var kátt á hjalla hjá okkur Fjölnisstrákum á miðvikudag. Bæði kláruðum við cooper testið í vonandi síðasta skiptið á þessu ári og svo var okkur boðið í þessa líka veisluna af nýstofnuðu meistaraflokksráði. Ekki nóg með að hafa eldað fyrir okkur þá gáfu þeir forláta snyrtitösku þar sem búið var að sauma nöfn okkar á ásamt Fjölnismerkinu. Maður getur ekki annað en tekið að ofan fyrir þessu nýstofnaða meistaraflokksráði en þarna er valinn maður í hverju rúmi. Eftir þetta matarboð þeirra brugðum við enn og aftur á leik en í þetta sinn kíktum við í heimsókn til Gunna Má og skemmtum okkur alveg hreint ljómandi.
Annars er lítið að gera hjá manni þessa páska enda vinna alla helgina. Ég ætla þó að reyna að komast á skíði á morgun en það eru liðin ein 10 ár síðan ég fór síðast á skíði. Auðvitað eru síðan stórleikir í enska á morgun en það gæti farið svo að maður tæki samt skíðin fram yfir boltann í þetta sinn.
Óli Stefán.....sem er ætlar að fá sér harðfisk í staðinn fyrir páskaegg
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.3.2008 | 15:30
Lagalistinn
Eins og áður sagði er cooper testið á eftir. Ég var svona að dunda mér við að gera rúmlega 12 mín lagalista á iPodinn og þar kennir ýmissa grasa. Ég ákvað að byrja rólega á lagi sem ég dýrka með Bubba og heitir Þú veist það núna en það tekur litlar 5 mínútur. Á þeim tímapunkti er maður orðinn vel þreyttur í hlaupinu þannig að næsta lag á að rífa mig upp og valdi ég því lag sem heitir welcome to the jungle með Guns'n roses. Þetta lag er rétt yfir 4 mín þannig að ég reikna með að vera kominn á gula ljósið á bensíninu. Lagið sem á að fara með mig alla leið heitir svo mikið sem Killing in the name of með Race against machine.
Óli Stefán.......sem að heldur að hann sé bara nokkuð klár í slaginn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2008 | 17:36
Cooper Test
Vá hvað ég hreinlega get ekki beðið eftir æfingunni á morgun. Þá hefur hinn smái en jafnframt knái þjálfari okkar sett upp æfingu sem ég er búinn að bíða eftir síðan í desember þegar að hann var með svona æfingu síðast. Já nú er nefnilega komið að Cooper testinu aftur en síðast var ég á barmi yfirliðs eftir þetta ógeð. Séra Pétur Markan sá þá hvað var að gerast hjá mér og stökk til í næsta vatnspoll og gusaði framan í mig ísjökul köldu vatni sem varð til þess að ég datt ekki útaf. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og tugir kílómetra að baki þannig að maður ætti nú að sleppa betur út úr þessu hlaupi, sem fyrir þá sem ekki vita gengur út á það að hlaupa eins langt og maður mögulega kemst á 12 mínútum og það er lágmark sem að maður verður að komast í gegnum. Í desember var ég 15 skrefum frá lágmarkinu og stefni ég auðvitað ótrauður á að bæta þessi 15 skref upp. Til að stytta mér tímann hef ég svona verið að fara yfir ipotinn en ég hef verið að hlusta á of róleg lög í síðustu hlaupum sem líklega hafa haft áhrif á tímann en lög eins og Ég leitaði blárra blóma með Herði Torfa og High með James Blunt hjálpa víst ekki til að ná lágmarkinu á morgun
Gunni Valur og Pétur Markan í síðasta cooper testi
Óli Stefán.......sem að er að skoða Speedo sundskýlurnar fyrir Portúgal
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2008 | 20:02
U2
Ég hef aldrei farið leynt með það hversu mér þykir þeir U2 menn svakalegir. Lög þeirra eru alveg mögnuð flest hver og ef maður hlustar á texta þeirra þá sér maður hvað þeir eru innihaldsmiklir. Það er alltaf saga á bakvið texta þeirra. Ég heyrði einu sinni viðtal við Bono þar sem hann fór yfir nokkra texta sem hann hafði gert og eftir það viðtal þá get ég ekki fengið leið á þeim lögum sem hann talaði um. Sometimes you cant make it on your own er t.d lag sem hann samdi um föður sinn sem glímdi við krabbamein.
Lagið Stuck in a moment er annað mjög innihaldsríkt lag en það samdi Bono um vin sinn Michael Hutcence söngvara INXS sem að fyrirfór sér. Hann talaði í viðtalinu um að þessi texti hafi verið eitthvað sem að hann hafi viljað segja við hann en verið of seint. Ef maður hlustar á textann þá sér maður alveg hvað Bono er að fara.
Óli Stefán.......sem vill fara að fá nýtt efni frá þeim félögum
Bloggar | Breytt 18.3.2008 kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2008 | 18:25
Þvílík helgi
Þessi helgi stóð heldur betur undir væntingum hjá manni. Á föstudag fór ég á afmælistónleika Sálarinnar þar sem færri komust að en vildu. Ég var svo guðs lifandi feginn að hafa miða í sæti því að ekki hefði maður boðið í það að troðast á gólfinu. Sálin rúllaði yfir lagalista síðustu 20 ára og það er í raun ótrúlegt hvað þeir hafa náð mörgum góðum lögum. Hver einasti kjaftur gat sungið með öllum lögum.
Í gær fórum við Fjölnismenn síðan í nokkurnskonar Amasing race keppni þar sem liðinu var skipt upp í 5 lið og þurfti hvert lið síðan að leysa hinar ýmsu þrautir og taka upp á video til sönnunar. Auðvitað tókst lið Dabba Rúnars að vinna enda afbragðs myndband sem að þeir skiluðu inn þar sem að meðal annars Auddi Blö og Sveppi léku stórt hlutverk. Meistari Pétur Markan fór einnig á kostum þegar að hann dansaði kjöltudans við systur hans Geira. Hvert lið var með ákveðna þemu og komu Kristó spes og félagar þar sterkir inn þar sem mikið var lagt í búninga. Um kvöldið bauð Gunnar Valur síðan í partí þar sem hvert lið sýndi sín myndbönd. Úr varð hin mesta skemmtun og eftir var gítarinn tekinn upp þar á milli þess sem að lágu í heljarinnar trúnó.
Óli Stefán......sem að er núna að súpa seyðið af helginni því að heilsan er ekkert spes
Bloggar | Breytt 17.3.2008 kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2008 | 18:08
While my guitar gently weeps
Eftir pínu hlé vegna anna þá hef ég nú gripið í gítarinn og farinn að glamra á fullu. Alltaf þegar að maður fer að spila þá fær maður einhvern tónlistamann á heilann og fer að spila lög eftir þann aðila. Síðast var ég með James Blunt á heilanum og þar á undan meistara Johnny Cash. Núna er ég algjörlega að elska George Harrison gítarleikara Bítlanna. Þannig var að ég var í heimsókn hjá foreldrum mínum í vikunni og fór að horfa á minningartónleika um þennan fallna höfðingja og þá sá maður betur hvað hann átti mikið af frábærum lögum. Þegar að svo heim var komið fór ég á netið og náði í lögin með gripunum og byrjaði að spila á fullu. Mér fannst ég vera kominn með lagið While my guitar gently weeps uppá 10 þegar að ég fann svo þetta myndband á youtube. Ef maður hefði vott af þessum hæfileikum þá væri nú fyrst gaman að vera til
Óli Stefán.......sem að er að hugsa um að skella sér í gítarskóla í haust
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar