Færsluflokkur: Bloggar
10.5.2008 | 11:19
Þá er loksins komið að því
Í dag spilar Fjölnir sinn fyrsta leik í efstu deild þegar að við mætum Þrótti úr Reykjavík á Valbjarnarvelli kl 14.00. Leikir þessara liða hafa víst verið stórbrotnir í gegnum tíðina og báðir leikir síðasta árs frábær skemmtun með mikilli dramatík. Stemmningin hér í Grafarvogi er mikil og má búast við fjölmenni í Laugardalnum.
Fjölnir sem er án efa yngsta lið deildarinnar hefur náð eftirteknaverðum árangri síðustu ár og eru núna að uppskera laun erfiðisins og spila á stóra sviðinu í ár. Það er stórkostlegur heiður að fá að taka þátt í þessum merka áfanga og þar með skrifa nafn mitt í sögubækur Fjölnis. Mín spá er að innan fárra ára verður þessi klúbbur risi íslenskra knattspyrnu. Í ár er fyrsta skrefið tekið í þá átt og eru væntingar því stilltar í hóf. Að halda sér meðal þeirra bestu er það sem menn ætla sér og allt umfram það verður bónus.
Ég vona að Grafarvogsbúar taki sem flestir þátt í þessu með okkur því það er ljóst að leikmenn, þjálfarar og stjórn ætla að skemmta sér vel í sumar og eins og áður sagði byrja herlegheitin í dag kl 14.00
Óli Stefán.....sem er búinn að pússa markaskóna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.5.2008 | 00:27
Fyrstudeildarfélagið
Í fyrra þegar að við vorum í fyrstu deildinni þá fengum við ekkert svakalega umfjöllun fjölmiðla, skiljanlega kannski. En þó voru þrír heimsmeistarar sem að fylgdust betur með henni en góðu hófi gegndi. Þessir þrír kölluðu sig Fyrstudeildarfélagið og héldu úti myndar netsíðu þar sem fyrsta deildin var mál málanna. Þessir félagar heita Björgvin a.k.a Bo - Róbert a.k.a Bobby graði - KA maðurinn a.k.a KA maðurinn. Þeir fóru vallanna á milli og héldu síðan video fundi þar sem þeir spáðu í spilin og völdu meðal annars lið fyrri og seinni umferða.
Hérna má sjá val þeirra á fyrri umferð fyrstu deildar í fyrra
Í ár eru þeir svo byrjaðir að spá í fyrstu deildina og halda þeir úti síðu sem má sjá hér . Það eru kannski margir Fjölnismenn sem kannast við drenginn í miðjunni en þó að hann sé kallaður KA maðurinn er hann gallharður Fjölnismaður og verður mættur á fyrsta leik okkar við Þrótt á laugardaginn
Óli Stefán......sem að er ekkert hoppandi ánægður með það að Ásmundur sé kominn með ísbaðið fræga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2008 | 23:25
Djö getur fótboltinn verið skemmtilegur
Eitthvað segir mér að ég fái skot á mig á næstu æfingu vegna dómarans sem hefur syrpuna hér að neðan.
Óli Stefán.....sem grætur það þurrum tárum þó að Valbjarnarvöllurinn verið ekki tilbúinn í fyrsta leik og spilað verði á Laugardalsvellinum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
5.5.2008 | 22:19
Fyrsta grasæfingin
Mikið svakalega er maður nú ánægður að komast loksins á gras. Ég verð nú bara að segja að grassvæðið hér í Grafarvoginum kemur ljómandi undan vetri og er það grænt og fagurt. Æfingin sem slík var helvíti fín og var boðið uppá klassíska reitur og spil a.k.a Kristó spes æfingu. Að vísu tapaði mitt lið eftir að hafa verið með yfirburða stöðu en eins og sannur íþróttamaður þá tekur maður því bara og einbeitir sér að næstu æfingu.
Klefa aðstæður eru alveg hreint ljómandi og það er nánast allt til alls þar. Fötin eru þvegin af okkur, að vísu fáum við þau yfirleitt vel rök til baka en það er ekki hægt að búast við öðru þar sem Gunni Már sér um þvottinn. Þarna eru alvöru græjur og meira að segja sjónvarp og dvd spilari. Það eina sem vantar þarna inn til að gera klefann fullkominn er ískápur með drykkjum í og kaffivél. Fyrir mig er kaffivélin nauðsynlegri því ég þarf 1-2 kaffibolla í kroppinn fyrir allar æfingar og leiki ef að vel á að vera.
Nú eru fimm dagar í mót og allt að verða klárt. Ási er meira að segja búinn að fá Gylfa Orra til að taka fyrirlestur um rangstæður því það er lágmark að leikmenn í efstu deild viti út á hvað þessi annars ágæta regla snýst um.
Óli Stefán.....sem er nákvæmlega ekkert pirraður yfir því að hafa tapað á rangstöðumarki á æfingu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2008 | 16:57
Sýnd veiði en alls ekki gefin
Mikið er alltaf gaman að skoða spá sumarsins hjá hinum ýmsu miðlum. Fotbolti.net og Fréttablaðið virðast vera nokkuð sammála um hvaða lið verða í botnbaráttunni í sumar. Þar nefna báðir miðlarnir Grindavík í neðsta sæti síðan koma Fjölnir, Þróttur og HK reyndar ekki í sömu röð en aftur eru þeir sammála um að Keflavík verði svo aðeins fyrir ofan þessi fjögur lið.
Ég hef alltaf tekið svona svona mark á þessum spám en auðvitað er ekkert óeðlilegt við það að nýliðunum sé spáð neðarlega ásamt þeim liðum sem kannski hafa ekki verið að ríða feitum hesti í leikjum vetrarins.
Nú er endaspretturinn hafinn og ekki nema vika í mót. Við Fjölnismenn spilum við Þrótt í fyrstu umferð á Valbjarnarvelli. Það segir sig sjálft að það verður hart barist um stigin 3 í svona nýliðaslag. Þrótturum eru spáð svipuðu gengi og Fjölni en Fjölnir sigraði Þrótt í báðum leikjum síðasta sumars. Við eigum svo KR heima í annarri umferð og svo mekka fótboltans, Grindavík, í þriðju umferð.
Mínir fyrrum félagar í Grindavík ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrstu þremur umferðunum. Í fyrstu umferð fara þeir í Frostaskjólið og spila við KR og nokkrum dögum seinna fara þeir svo á Hlíðarenda að spila við Íslandsmeistara Vals. Að lokum spila þeir svo við strákana hans Ása úr Grafarvoginum í Grindavík.
Óli Stefán.....sem er byrjaður í prófum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2008 | 13:51
Af hverju tölum við ekki inná bíómyndir
Ég bara skil ekkert í því en eins og sjá má á þessu broti þá kemur það ekkert verr út hjá Þjóðverjum heldur á enskri tungu.
Stórmyndin 300 er náttúrlega bara betri þegar talað er inná hana
Óli Stefán......sem er að ná svona svipuðum magavöðvum og þeir í 300 eftir vikunotkun á magabeltinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2008 | 20:57
Roling Stones Shine a light
Ég hef alla tíð haft gríðarlegan áhuga á tónlist og þá sér í lagi tónlist frá tíma þegar að Bítlarnir og Stones komu fram tímanum eftir það. Ég á sjálfsagt föður mínum það að þakka enda mikill tónlistarspekúlant þar á ferð. Ég hef klárlega verið með Bítlana, Stones og The Dors ásamt öllum þeim snillingum sem voru í gangi þá í botni í móðurkviði. Það leið ekki sá dagur að annaðhvort karlinn væri með einhverja plötuna í gangi eða spilandi sjálfur á gítarinn þegar að maður svo ólst upp þannig að á unglingsárum mínum voru þetta hljómsveitirnar sem maður hlustaði á og geri enn þann dag í dag.
Á dögunum skelltum við feðgarnir okkur svo í bíó á myndina Shine A Light sem er tónleika mynd Roling Stones eftir meistara Martin Scorsese. Þarna er áhorfendanum sýnt alvöru tónleika með alvöru hljómsveit. Við erum að tala um útúrlifaða gamlingja sem eru langt gengnir í sjötugt þó að það sjáist hvergi nærri á frammistöðu þeirra. Þvílíkur kraftur í þessum töffurum og þvílík orka. Mick Jagger er gjörsamlega á fullu allan tímann og þó að maður haldi að Keith Richards sé að gefa upp öndina í hverju lagi þá virðist hann aldrei hafa verið betri. Þeir fá síðan listamenn úr öllum áttum og Jagger er meðal annars að slátra gyðjunni Cristinu Aguileru í kynþokka þarna.
Við feðgarnir létum vel um okkur fara í lúxussal og á köflum fannst maður maður bara vera upp við sviðið þarna í Boston slík var stemmningin. Það er allavega klárt að þarna var maður að ná einhverskonar broti af upplifun sem fylgir því að fara á tónleika með stærstu hljómsveit allra tíma.
Óli Stefán......sem er með Sympathy for the devil í botni núna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2008 | 17:15
15 dagar til "jóla"
Já það styttist óðum í Íslandsmótið góða. Manni líður eins og krakka að telja niður til jóla. Ég á von á því að þetta Íslandsmót verði með því betra frá upphafi. Í ár eru óvenjumargir kandídatar á titilinn en fyrir utan Val og FH gætu komið lið eins og KR, Breiðablik, Fylkir og ÍA. Fram hefur verið að spila sannfærandi í vetur og gætu þess vegna verið ofarlega. Mitt lið fer inní mótið sem spurningamerk og ekkert óeðlilegt við það að menn reikni með okkur við botninn en þar á baráttan eftir að verða hörð líka.
Í ár er eins og flestir vita búið að fjölga í deildinni og verður þetta 12 liða barátta. Ég spilaði síðasta sumar í fyrstu deildinni í 12 liða deild og er þetta miklu skemmtilegra fyrirkomulag en ég hafði reyndar rosalega gaman að því að spila við lið sem ég hafði ekki spilað við áður og farið á staði sem ég hafði ekki komið til áður.
Þriðja umferð verður frekar sérstök fyrir mig. Ég er þá í fyrsta skipti að fara að spila á móti Grindavík í Grindavík en á þeim velli hefur maður átt sínar bestu stundir. Maður hefur spilað þar nokkuð marga leiki og sigrarnir töluvert fleiri en töpin. Ég sá á einhverjum netmiðli á dögunum að þessum leik verður sjónvarpað enda örugglega hörku leikur tveggja liða sem fara inn í þetta mót sem óskrifað blað.
Hér í Grafarvogi finnur maður að það er að myndast hörku stemmning og á eftir verður fundur með stuðningsmönnum í Egilshöllinni. Þar á að kynna leikmenn ásamt því að Ási og Kristó fara yfir veturinn og það sem framundan er. Við erum komnir með hörku meistaraflokksráð með Eggert Skúlason í broddi fylkingar og nú standa yfir framkvæmdir á vellinum þar sem eiga að koma sæti áhorfendur. Við Fjölnismenn erum því að verða klárir í stærsta bardaga félagsins til þessa.
Óli Stefán.......sem sem vill minna Dabba Rú og Óla Palla á það að gamli hefur ekki verið í tapliði síðan fyrir Portúgalsferðina góðu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 09:46
Mótvindur
Vá hvað maður er hissa á mörgum Liverpool mönnum. Það eru flest allir búnir að gjörsamlega afhausa Riise fyrir þetta sjálfsmark. Ég sé ekki marga tala um færin sem að Torres klikkaði á. Það er svo mikil einföldun á málinu að hengja bara upp einn sökudólg og þá á málið bara að vera afgreitt. Menn sjá oft úr hverju menn eru gerðir þegar að á móti blæs og maður sér það á mörgum Púllurum í dag, það veit guð að maður hefur þurft að sýna það síðasta mánuð sem Arsenalmaður og núna sýnir Riise bara úr hverju hann er gerður blessaður.
Liverpool átti skilið sigur úr þessari viðureign en það er ekki alltaf spurt að því og það þekki ég einnig sem Arsenal maður
Óli Stefán......sem grét jöfnunarmarkið þurrum tárum.
Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 15:47
Stóri Björn
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson heitir mikill snillingur út Grindavík. Sibbi, eins og hann er kallaður, hefur gríðarlegan áhuga á körfubolta þó að hann hafi nú á yngri árum verið meira fyrir fótboltann og er hann meðal annars maðurinn á bak við það að meistari Lee Sharpe hafi komið og spilað í Grindavík. Hann er í dag í stjórn körfuboltans og vil ég meina það að hann eigi einn stærstan þátt í uppgangi körfunnar í Grindó. Eftir hvern leik koma gríðarlega flottir pistlar á heimasíðunni sem hafa vakið mikla lukku. Sibbi reyndi fyrir sér í körfunni en eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan þá gekk sá draumur ekki upp. Hann má þó eiga það karlinn að hafa spilað nokkra leiki í efstu deild fyrir Grindavík í fótbolta enda af hinum gríðarlega sterka 1975 árgangi þar. Þó að hann sé nokkuð þekktur fyrir afrek sín á körfubolta og fótboltavellinum þá er hann þó öllu þekktari fyrir afrek sitt í einum besta Djúpulaugar þætti sem gerður var. Enn í dag er verið að stoppa hann út á götu og spyrja hann hvort að hann sé ekki hinn eini sanni STÓRI BJÖRN.
Strákurinn vann leiksigur í léttu gríni af flugleiða auglýsingu sem fræg var á sínum tíma
Óli Stefán.....sem var svo frægur að vera með Sibba í þessum umtalaða Djúpulaugarþætti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar