Færsluflokkur: Bloggar

Seasonið byrjaði í kvöld

Nú er tímabilið 2008 eiginlega að byrja því að um helgina byrjar Lengjubikarinn. FH vann í kvöld Kela og félaga í Víking 5-0 og Alli píp skoraði síðan eina mark Víkinga frá Ólafsvík þegar að þeir gerðu jafntefli við Selfoss 1-1. Grindavík hefur leik á morgun á móti Breiðablik í Reykjaneshöllinni og er ég að spá í að rúnta suður og kíkja á þann leik. Við spilum síðan á sunnudag við Þór Ak í Boganum en þetta er þá þriðji sunnudagurinn í röð sem að við spilum af 6. Það má segja að þetta sér bara svona general prufa fyrir sumarið því að það verða bara sunnudags og mánudagsleikir í þá.

Fjölnir náði í Reykjavíkurmótinu sínum besta árangri frá upphafi en samt dapurt að hafa ekki komist í úrslitaleikinn. Reyndar er þessi riðill okkar hálfgerður skrípaleikur því að það er varla spilaður leikur án þess að hann sé kærður og úrslitin verða allt önnur en í leiknum sjálfum. Við Fjölnismenn vorum t.d eina liðið sem sigraði KR af eigin verðleikum því að Leiknir, ÍR og svo núna síðast Valur kærðu sína leiki út af einhverjum smámunum sem eiga ekki að skipta máli í svona upphitunarmóti. KR hefði því átt að vinna þennan riðil okkar. 

Síðan að Hjálmar Hallgrímsson hætti að spila með Grindavík á sínum tíma hef ég spilað í búningi númer 7 en núna gæti farið svo að maður þyrfti að finna sér nýtt númer því að fyrir utan það að snillingurinn hann Pétur Markan sé númer 7 þá er öldungurinn Ágúst Gylfa alltaf númer 7 líka. Reyndar hefur Pétur sagt mér það að það sé ekkert kapps mál fyrir hann að vera númer 7 þannig að minni hraðahindrunin er eiginlega að baki en sú stóra framundan. Ég bauð Gústa það að gefa sjöuna ef að hann tattooar hana á sig. Nú er bara að sjá hvað karlinn er tilbúinn að gera til að ná súper sjö-unni. Ég er nú samt með sjöuna tattooaða á mig og á afmæli 7.des og á strák sem er fæddur 7.7.05. Ég er einnig búinn að fá 7 í tveimur síðustu prófum og það sem meira er þá er ég búinn að missa akkúrat 7 kg síðan um áramót. Ég er samt ekkert með töluna 7 á heilanum hehe

 

Óli Stefán......sem að er agndofa eftir að hafa séð No contry for old man. Þvílíkt meistarastykki Coen bræðra


Þannig fór um sjóferð þá

Ég veit ekki hvort að það sé aldurinn eða hvað en núna verð ég að viðurkenna það að ég er bara bensínlaus núna. Við vorum að spila í Rkv mótinu í gær úrslitaleik í riðlinum við ÍR og var það þriðji leikur okkar á viku. Við Fjölnismenn getum held ég verið nokkuð sammála um að við vorum ekki að sýna á okkur neinar sparihliðar og má segja að sigur ÍRinga hafi bara verið verðskuldaður. Persónulega var bensínið komið á gula ljósið hjá mér fljótlega og endurspeglaðist held ég í frammistöðu minn á vellinum. Ég hef líka séð félaga mína flesta betri en í gær nema kannski Óla Palla sem að spilaði vel í nýrri stöðu aftastur á miðjunni. Svona til að kóróna slakan leik okkar í gær þá klikkaði Gunni Már á víti 10 mín fyrir leikslok sem er í fyrsta skipti í 12 vítum í röð sem að hann gerir það. Mark þar hefði komið okkur áfram.

Allavega þá held ég að maður verið að safna bensíni á tankinn núna í vikunni og vera klár í deildarbikarinn sem byrjar á Akureyri næstu helgi. Við eigum leik við Þór á sunnudeginum þannig að maður hefur alveg heila viku í að vera tilbúinn í þann slag.

Óli Stefán.....sem að verður að djöflast í verkefni í sjúkdómafræði í dag


Ekki minn dagur

Stundum finnur maður það bara þegar að maður vaknar að þetta verði ekki sinn dagur. Í dag var þessi dagur hjá mér. Ég vaknaði illa sveittur og þreyttur um 10 í morgun og var ekki vel upplagður þegar að ég mætti á æfingu. Á æfingunni byrjaði ég á skokki og var það sjálfsagt það eins sem ég gerði af viti á henni því að ég var nánast alltaf inní í reitaboltanum og svo var ég í tapliðinu þar sem að ég varla skilaði frá mér bolta af viti.

Ég hef frá því að það var dregið í 16 liða úrslit í enska bikarnum verið svartsýnn á leik minna manna við Man Utd enda erfiðasti hugsanlegi andstæðingur á útivelli ekki það sem maður óskaði sér á þessum tíma í keppninni. Ég ákvað að horfa frekar á fyrrum félaga mína spila við Stjörnuna í Kórnum þar sem Stjarnan vann 1-0 í frekar döprum leik að hálfu þeirra gulu allavega.

Nú er klukkan að verða hálf átta og ég ætla að láta konuna um að elda því að ég mundi sjálfsagt kveikja í eldhúsinu ef að ég kæmi nálægt því. Ég fagna því samt að ég hafi nú ekki verið að keppa sjálfur í dag en á morgun er úrslitaleikurinn í okkar riðli í Reykjavíkurmótinu á móti ÍR 

 

Óli Stefán.....sem að horfði uppá Ása þjálfara pakka sínu liði saman í spilinu í morgun en kappinn skoraði mörk í öllum regnbogans litum ásamt því að leggja upp hin mörkin. Ef að hann ekki nema 17-18 kg léttari væri hægt að nota hann á bekknum á morgun 


Jack Nicholson

Við fórum á helvíti fína æfingu í kvöld í Egilshöllinni. Hún var hugsuð sem recovery æfing þar sem við vorum að spila í gærkvöldi og eigum svo úrslitaleik í okkar riðli á sunnudaginn. Við skokkuðum í 20 mín og tókum svo maga bak og armbeygjur í svona 30 mín. Eftir það var svo ekkert annað að gera en að heimsækja pottinn góða. Þar vorum við nokkrir að ræða sögu kvikmynda þar sem talað var um verstu myndir sem við höfðum séð. Þar voru margar myndir tilnefndar en sú sem fékk mitt atkvæði heitir Weather man með Nicolas Cage. Við töluðum líka um myndir sem að hafa kitlað hláturstaugarnar og þar er heldur betur úr mörgum að velja. Ég er þessa dagana að horfa á safn með mínum uppáhaldsleikara honum Jack Nicholson og er ég því nýbúinn að horfa á Anger Management og verð ég að segja að ég bókstaflega grét úr hlátri yfir þeirri mynd. Nicholson fer þarna eins og alltaf á kostum ásamt Adam Sandler og verð ég að gefa þessari mynd fjögur Ó af fimm mögulegum.

 

Óli Stefán.......sem er að spá í að sleppa Man Utd leiknum til að kíkja á gömlu félagana úr Grindavíkinni spila á móti Stjörnunni í Kórnum á morgun 


Fótboltaveisla framundan

Nú eru hlutirnir sko að gerast í Reykjavíkurmótinu. Í kvöld kl 19.00 spila Valsmenn við Kringa þar sem við Fjölnismenn grátum það alveg þurrum tárum ef að KR nær stigi/um í móti Val. Fjölnir á svo leik við Leikni kl 21.00 og þann leik þarf einfaldlega að vinna.

Mér skilst að síðustu ár hafi Fjölnir átt í erfiðleikum með "minni" liðin og spilað þeim mun betur á móti betri liðum. Kannast einhver úr Grindavíkinni við þetta?? Þetta er búið að vera vandamál hjá öllum flokkum í fótbolta og það sem meira er þá er þetta vandamál í körfunni í Grindavík líka.

Skiljanlega er maður að fylgjast með enska á fullu þessa dagana enda mínir menn komnir þægilega á toppinn. Mér finnst nú alltaf jafn fyndið þegar að Man utd menn eru að tala um að ungir menn Wengers þoli ekki pressuna og að þeir eigi þessa og þessa leiki eftir. Hvenær ætla þeir að fara að taka Arsenal alvarlega? Þeir verða að fara að gera það áður en það verður of seint og kannski fara að spá meira í sínum leikjum en leikjum minna manna. 

Á laugardaginn er svo stóri leikurinn í bikarnum en mínir menn fara þá á old trafford. Ég veit ekki alveg með þennan leik en hann er nú samt ekki tapaður ennþá. væri eitthvað skemmtilegra en að slá þá út úr bikarnum. Eru  byssurnar kannski of ungar til að gera tilkall í bikarinn líka??

 

Óli Stefán..... sem að verður að fara að kynna sér æfingareglur Fjölnismanna því að þær virðast vera flóknari en anskotinn 


Óvissuferð Ómars Hákonars

Við Fjölnismenn erum að fara í ansi strangt leikjaprógramm núna næstu vikur. Við spilum á fimmtudag við Leikni og svo aftur á sunnudag við ÍR í Reykjavíkurmótinu. Næstu helgi byrjar svo deildarbikarinn og erum við að spila nánast upp á hvern sunnudag fram að móti. Þegar að Íslandsmótið byrjar svo þá er ekki fríhelgi fyrr en í september.

Við fáum helgarfrí 14.-15. mars og því kom upp umræða á æfingunni að taka óvissuferð þá helgi. Upp úr þeirri umræðu heyrði ég helvíti góða sögu. Þannig var að eitt sinn síðasta sumar hringir Ómar Hákonarson í Ása þjálfara til að biðja um frí á laugardegi. Ási náttúrlega spyr um ástæðu og hún var sú að Ómar var að fara í óvissuferð með fyrirtæki sínu. Ási samþykkti frí á Ómar en þegar að hann svo tilkynnti á æfingu hvers vegna Ómar væri ekki mættu skelltu menn uppúr og hlógu mikið og lengi því að Ómar er málari og með sitt fyrirtæki en það sem mönnum fannst svona fyndið var að hann er bara með einn í vinnu. Ómar skipulagði semsagt óvissuferð fyrir EINN starfsmann sem og verður það að teljast frekar fyndið.

 

Óli Stefán.....sem að var frekar ósáttur með Óla Johnson á æfingu í kvöld og grunar mig að hann vitu nú út af hverju 


Boltinn

 bigbf443ed04c12e9b64bf8[1]

Við Fjölnis menn náðum alveg hreint ágætis leik á móti KR í Reykjavíkurmótinu í gær. Leikurinn endaði 4-2 fyrir okkar menn eftir að við höfðum verið 4-0 yfir í hálfleik. Ég man ekki eftir því að hafa tekið þátt í leik þar sem mitt lið skorar 4 mörk á 8 mínútum. Við eigum 2 leiki eftir í þessu móti en það er á móti Breiðholtsliðunum Leikni og ÍR. 

  Nú er lag fyrir mína menn í Englandi. Öll þrjú liðin fyrir neðan okkur töpuðu stigum í dag þannig að það er þá um að gera að nýta tækifærið á móti Blackburn á morgun. Ég verð nú að viðurkenna að ég er svona pínu stressaður fyrir þennan leik því að við höfum klikkað nokkrum sinnum í vetur á því að slíta okkur frá United. Ef að Arsenal ætlar sér titilinn þá verðum við að nýta svona tækifæri því að United gefur ekki oft svona sénsa á sér yfir tímabilið.

 

Óli Stefán......sem er búinn að koma sér fyrir framan sjónvarpið og bíður spenntur eftir meistara Dexter 

 


Hvítlauks matarboð

Ég ákvað í gær að bjóða Eyþóri Atla í mat fyrir æfingu hjá okkur Fjölnismönnum. Í matinn bauð ég uppa hvítlaukspasta þar sem ég setti saman við pasta papriku, lauk, pulsubita, pepporoni og skinku. Ég útbjó síðan hvítlaukssósu sem ég blandaði í allt gumsið og endaði á því að setja hvítlauksbrauð í ofninn til að hafa með pastanu. Í eftirrétt hafði ég EAS megaburner drykk. Maturinn var c.a klukkutíma fyrir æfingu sem að venjulega dugir mér alveg en í gær gerði það það svo sannarlega ekki. Um leið og við byrjuðum að hreyfa okkur þá fór allt á fullt í maganum og upp komu þessi líka ropin. Þessum ropum fylgdi svo viðeigandi hvítlaukslykt sem angaði alveg um Egilshöllina alla æfinguna. Hvort að það sé ástæðan fyrir stórleik okkar beggja á æfingunni eða ekki skal ósagt látið.

Þegar að við settumst svo í betri stofuna eftir matinn og helltum í okkur megaburnernum tókum við nátttúrlega aðeins í gítarinn. Það sem við eigum sameiginlegt við Eyþór fyrir utan það að vera í besta og fallegasta liði landsins er að við höfum mjög svipaðan tónlistasmekk. Eyþór spilaði nefnilega lag sem er síðan búið að vera fast í kollinum á mér í allan dag en það er lagið to love sombody sem að Bee Gees gerðu ódauðlegt. Eyþór tók það hins vegar í útgáfu Ray Lamontagne og Dimen Rice. Spurning hvort að Bubbi hefði ekki tekið vel á móti þessu Eyþór????

 

Óli Stefán.....sem getur ekki beðið eftir því að rifja upp gömul slagsmál milli sín og Grétars Hjartarssonar á morgun þegar að við spilum við KR 


Reykjavíkurbílstjórar

Það er ekkert lítið hvað tíðin er þung þessa dagana. Það er lítið spennandi að fara út á morgnana í skafla sem ná upp að kné og bíllinn á kafi. Maður þarf að standa úti í korter að skafa af bílnum og svo er heljarinnar mál að koma bílnum út af bílastæðinu. Þegar svo í umferðina er komið þá eru allir orðnir svo seinir fyrir að sú litla þolinmæði sem að hugsanlega var fyrir er horfin út um veður og vind.

Í dag ákvað ég að sýna extra þolinmæði í umferðinni og vera kurteis út í eitt. Að launum fékk ég svona 15 flaut á mig og tvö fingur í andlitið. Fólk þolir bara ekki bið í meira en 5 sek og ef það fer yfir þann tíma þá verður það bara að launa með argasta ókurteisi. Þegar að ég ákvað að stoppa til að hleypa bíl inná akreinina sem var ekki að komast áfram því að engin gaf séns þá flautaði bíll á mig og hélt flautinu allan tímann sem að ég var stopp. Ég ákvað að bíða og sjá hver það var sem var svona rosalega dónalegur því þarna var ég farinn að sjá fyrir mér 18-19 ára töffara á sportara en þegar að ég sá að þetta var kona á miðjum aldri með 2 börn í bílnum datt af mér andlitið.

Eftir að hafa verið þáttakandi í umferð Reykjavíkurborgar í 3 ár hef ég komist að þeirri niðurstöðu að 80% af bílstjórum eru vitleysingar. Þeir hafa enga þolinmæði, enga tillitsemi, sýna enga miskunn og enga kurteisi. Þessi 80% gefa í þegar að maður gefur stefnuljós til að komast á aðra akrein til að maður sé ekki fyrir framan hann. Þessi 80% hanga á vinstri akrein og loka því á alla umferð fyrir aftan sig. Þessi 80% flauta á okkur hin sem sýnum tillitsemi því að þau hafa ekki efni á að missa 5 sek úr lífinu í góðverk.

Óli Stefán......sem að heldur því fram að bestu bílstjóranir koma utan höfuðborgarsvæðisins


Í sigurlið á ný

Eftir að hafa verið í tapliði síðustu tvær æfingar kom helvíti sætur sigur í dag skautasvellinu fyrir utan Egilshöllina. Þrátt fyrir erfiðar aðsæður náðum við bara bísna góðri æfingu sem endaði eins og áður sagði með sigri minna manna 8-5 og var gamli hafsentinn með tvö. Stoi a.k.a Kristó gerði sér einnig lítið fyrir og setti eitt stykki. Þegar að við erum ekki að hlaupa fyrir æfingar eða lyfta eftir þær þá finnst manni einn og hálfur tími bara rétt upphitun eins og var í dag. Æfingarnar hafa flest allar verið um tvo og hálfan tíma frá því í nóv.

Ég ætlaði í bíó í gær en þá gerðis það í fyrsta skipti frá upphafi að ég fann ekki mynd til að fara á. Þetta er nátturlega bara skelfilegt og endaði ég því á leigunni og tók Mr.Brooks. Ágætis ræma með Kevin Costner í stuði.

 

Óli Stefán......sem að þakkar Gunna Val sérstaklega fyrir leikinn í kvöld. Hann vinnur kannski bara næst 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband